Fara í efni

Hönnun nýbyggingar Grensás - þátttökutilkynningar

Þann 14. september voru kynntar þátttökutilkynningar í forvali vegna hönnunar á nýbyggingu við Grensásdeild Landspítala.

Átta hönnunarteymi, sem samanstóðu af um þremur tugum fyrirtækja, sendu inn þátttökutilkynningar. Í kjölfarið verða fimm valin úr hópi hæfra umsækjenda til að taka þátt í lokuðu útboði. Um er að ræða eitt fjölmargra útboða þar sem Ríkiskaup hafa aðstoðað NLSH vegna byggingar Nýs Landspítala.

Tilboð voru opnuð rafrænt hjá Ríkiskaupum að morgni dags en heilbrigðisráðherra kynnti síðdegis hverjir hefðu tekið þátt.

Ný viðbygging endurhæfingarhúsnæðis Grensásdeildar Landspítala verður um 3.800 fermetrar að stærð og mun rísa að vestanverðu við núverandi aðalbyggingu.

Opnunarskýrsla Ríkiskaupa

Frétt Nýja Landspítalans um málið