Fara í efni

Grænn og samkeppnisvænn rammasamningur um samgönguþjónustu

Nýr samningur um samgöngumáta fyrir aðila að rammasamningum ríkisins tók gildi 17.11.2023.

Í stuttu máli:

  • Gjörbreyttur samningur sem opnar fyrir umhverfisvænni möguleikum: deilibílar, rafskútur og hjól
  • Stóraukin samkeppni þar sem birgjum fjölgar úr einum í fjóra
  • Ríkisstarfsmenn hvattir til að nýta græna ferðamáta og styðja við loftslagsstefnu stjórnvalda

Breytingar úr fyrri samningi:

Breytingar úr fyrri samningi er að við höfum fært okkur frá því að hafa einungis leigubílaakstur frá einum aðila yfir í þrískiptan samning og fjóra seljendur. Fókusinn er að auka aðgengi að grænum ferðamátum fyrir ríkið og aðlaga að breyttum að aðstæðum á markaði.

Nýi samningurinn nær yfir alhliða samgönguþjónustu í þremur hlutum:

  1. Leigubifreiðaakstur
  2. Rafskútur og hjól
  3. Deilibílaakstur

Hvernig kaupi ég?

Undir skoða kjör geta kaupendur nálgast kjör innan samnings. Öll kaup fara fram með beinum hætti.

Nánari upplýsingar

Með nýjum lögum um leigubíla nr. 120/2022 sem tóku gildi 1. apríl sl. opnaðist fyrir samkeppni á þeim markaði. Í eldri samningi var aðeins einn birgi og samningurinn í einum hluta (leigubifreiðaakstur). Til að svara breyttum áherslum bæði í framboði og eftirspurn eftir fjölbreyttari fararmátum var ákveðið að nýi samningurinn yrði í þremur hlutum. Markaðurinn tók þessum breytingum fagnandi og nú eru þrír nýir seljendur aðilar að samningnum, í stað eins áður. Markmið rammasamningsins er að tryggja aðilum hagkvæm verð á samgönguþjónustu og vinna um leið að markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum.

Með samningnum bjóðast ríkisstofnunum og öðrum aðilum rammasamninganna föst kjör á þjónustu þeirra seljenda sem taka þátt. Breytingin hér á er að í fyrri samningi breyttust verðin í takt við verðskrá seljendans án fyrirvara eða vísitölubreytinga. En að þessu sinni eru kjörin föst til 12 mánaða, þar á eftir geta seljendur óskað eftir verðbreytingum í takt við fyrirfram ákveðnar vísitölubreytingar. Sem aukir gagnsæi og auðveldar fjárlagaáætlanir.

Árleg velta rammasamnings hefur verið um 250.000.000 ISK á ári án vsk (850.000.000 isk yfir samningstíma). Áætla má að velta samning aukist á samningstíma, þar sem hlutar innan samnings eru þrír og reikna má með breyttum ferðavenjum kaupenda með auknu framboði innan samnings. Áætluð velta samnings þessa til fjögurra ára er 2.000.000.000 ISK (tveir milljarðar ISK) án vsk.

Sameiginlegt markmið kaupenda og samningshafa er að stuðla að aukinni hlutdeild vistvænna ökutækja í þjónustu við kaupendur hjá hinu opinbera. Loftslagsstefnu Stjórnarráðsins gildir til ársins 2030, stefnan hefur margfeldisáhrif því hún beinir kastljósinu að mikilvægi þess að stofnanir og fyrirtæki hugsi um kolefnisspor sitt og setji sér loftslagsstefnu. Auk þess eykur hún eftirspurn eftir loftslagsvænni lausnum í samfélaginu, svosem ferðir starfsmanna til og frá vinnu með vistvænum samgöngum, akstur á vegum ráðuneyta - með endurnýjun eigin bifreiða og kröfum til bílaleiga og leigubíla um bifreiðar án jarðefnaeldsneytis. Lágmarkskröfur í útboðinu voru unnin með kaupendum innan rammasamnings og umhverfisstofnun þar sem t.a.m. þurftu bjóðendur að skila inn rafmagnsbílastefna fyrirtækisins, ásamt hlutfall af flota sem er rafknúinn og eða notast við nýorku (t.d. vetni, metan, lífdísel) sem orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Að auki skuldbundu bjóðendur að senda inn gögn um aflgjafa og þróun flota síns til kaupenda á samningstíma, þar sem markmið til ársins 2025 voru tilgreind.