Fara í efni

Góð reynsla af fyrstu innkaupum í gagnvirku innkaupakerfi (DPS) á spjallmenni

Síðastliðið vor var komið á gagnvirku innkaupakerfi á Spjallmennum (Chatbot - DPS) fyrir A-hlutastofnanir.

Nú hafa fyrstu innkaup kerfisins farið fram og var niðurstaðan jákvæð og hagstæð fyrir kaupendur. Tryggingastofnun og Stafrænt Ísland sameinuðust um innkaupin og tilboði Origo um Watson spjallmenni tekið.

Tilboðsfjárhæðin var undir kostnaðaráætlun og sýnir það mikilvægi þess að stofnanir skoði þarfir sínar og bjóði upp á samkeppni um sín viðskipti innan samnings.

Fyrir áhugasama kaupendur er hægt að kynna sér allt um innkaupakerfið á spjallmennum með því að elta hlekkina hér fyrir neðan. Öll innkaup innan kerfisins skulu fara fram með milligöngu Ríkiskaupa.

Hafir þú spurningar má senda erindi á sigrun.s.valdimarsdottir@rikiskaup.is eða senda Ríkiskaupum verkbeiðni.