Fara í efni

Fyrsti samningur Ríkiskaupa um gagnvirkt innkaupakerfi (DPS)

Í maí var komið á fyrsta samningi Ríkiskaupa um gagnvirkt innkaupakerfi eða DPS (Dynamic Purchasing System). Samningurinn felur í sér þjónustu um snjallmenni (en. Chatbot) fyrir A-hluta stofnanir ríkisins.

Í gagnvirku innkaupakerfi skulu öll innkaup fara fram í gegnum kerfið og vera alfarið rafræn. Þannig er háð samkeppni um öll innkaup um snjallmenni innan kerfisins meðal allra hæfra þátttakenda með milligöngu Ríkiskaupa.

Hafi þín stofnun áhuga á að nýta sér þjónustu snjallmenna skal hafa samband við Sigrúnu Svövu, sérfræðing. Einnig er hægt senda verkbeðni.

Ekki hika við að hafa samband óskir þú eftir nánari útskýringum eða upplýsingum um kerfið, ferlið eða innkaup innan þess.

Snjallmenni er hugbúnaðarforrit sem nýtir gervigreind til að líkja eftir samtali við notendur sérstaklega á vefsíðum, spjallsvæðum. Snjallmenni geta svarað ýmsum spurningum um starfsemi stofnunarinnar, svarað spurningum og bent t.d. viðskiptavinum á gagnlegar upplýsingar. Það getur líka tengt spjall við starfsmann. Slík snjallmenni eru oft viðbót við þjónustuver stofnana og er ætlað að flýta og bæta þjónustu við viðskiptavini með aukinni sjálfvirkni.

Nánar um gagnvirkt innkaupakerfi

Nánar um samning um snjallmenni

Kveðið er á um gagnvirk innkaupakerfi í 41. gr. Laga um opinber innkaup