Fara í efni

Framlenging rammasamninga

Umfang samningsins er skoðað, m.a.; veltan, hvernig er hann nýttur af kaupendum, hvort  umtalsverðar breytingar hafi orðið á markaðslegu umhverfi á samningstímanum o.fl.

Eftir að upplýsingum hefur verið safnað frá kaupendum og seljendum er það metið af sérfræðingum Ríkiskaupa, hvort grundvöllur sé til að framlengja óbreyttum samningi eða hvort bjóða þurfi út að nýju.

Þeir samningsflokkar sem ákveðið hefur verið að framlengja á tímabilinu maí - september 2015 eru eftirfarandi:

-        Þjónusta verktaka

-        Eldsneyti – skip og flugvélar

-       Kjöt og fiskur

-        UT- Hýsing og rekstrarþjónusta

-        Skoðunarhanskar

-        Bílaleigubílar

-        Umferðarskilti

-        Leigubílaakstur

-        UT Prentlausnir

-        Endurskoðun og reikningshald

Þá liggur einnig þegar fyrir ákvörðun um framlengingu á rammasamningi um síma- og fjarskiptaþjónustu sem renna átti út í október nk. Framlengt er til eins árs í senn í hverjum rammasamningsflokki fyrir sig.

Ríkiskaup hvetja kaupendur til að kynna sér upplýsingar um gildandi rammasamninga reglulega á vef Ríkiskaupa.