Fara í efni

Breytingar á ökutækjum lögreglu - rammasamningur

Ríkiskaup fyrir hönd Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Lögreglustjórans á Suðurnesjum hafa gert rammasamning vegna kaupa á vörum og þjónustu í tengslum við breytingar á ökutækjum lögreglu, þar með talið viðhaldsþjónustu að breytingum loknum.

Með gerð rammasamningsins er skylda til útboðs uppfyllt og reikna má með umtalsverðum sparnaði fyrir kaupendur innan hans. Hagkvæmasta boð í fastverðshluta rammasamningsins var 25% undir kostnaðaráætlun.

Samningurinn hefur þegar tekið gildi og gildir hann í þrjú ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.

Samið var við þrjá aðila Múlaradíó ehf., RadíóRaf ehf. og Rafal ehf.