Fara í efni

Borgarlína – næstu skref

Borgarlínan er verkefni sem snýr að uppbyggingu BRT kerfis (Bus Rapid transit) á skilgreindum samgöngu- og þróunarásum á höfuðborgarsvæðinu.

Ríkiskaup í samvinnu við Borgarlínu hafa aðstoðað við öflun markaðsupplýsinga í tengslum við fyrirhugað innkaupaferli.

Staða verkefnisins er sú að verið er að vinna greiningarvinnu og frumdrög. Í framhaldinu af því er gert ráð fyrir að halda opinn fund um Borgarlínu - markaðsdag þar sem innlendum og erlendum aðilum er boðið að koma og fræðast um verkefnið og fá upplýsingar um fyrirhugað samningsútboð vegna for- og verkhönnunar.
Nánari tímasetning liggur ekki fyrir en verður kynnt á almennum vettvangi þegar nær dregur.