Fara í efni

Árangursríkt útboð - Ræsting HH

Í nýlegu útboði á ræstingu fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins voru lægstu boð talsvert undir kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun vs. lægstu boð. Í A-hluta var kostnaðaráætlun 73.129.000 en lægsta boð 33.883.416. Í B-hluta var kostnaðaráætlun 20.667.000 en lægsta tilboð hlæjóðaði upp á 6.729.481.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) bauð út þjónustu á ræstingu á þessu ári fyrir allar starfsstöðvar sínar sem eru 21 talsins og var samið við Ríkiskaup um aðstoð við útboðið.

Í aðstoð Ríkiskaupa fólst meðal annars að gera útboðsgögn, auglýsa útboðið, gera samanburð á tilboðum, samningagerð og annað í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Útboð af þessari stærðargráðu er flókið og umfangsmikið og var því ákveðið að fá utanaðkomandi ráðgjafa til að vinna ákveðna þætti í útboðinu. Verksvið ráðgjafans var meðal annars fólgið í að veita sérfræðiráðgjöf varðandi ræstingu, eins og tíðni, aðstoð við gerð útboðsgagna og yfirfara flatarmál vegna ræstinga.

Fljótlega í ferlinum var ákveðið að skipta útboðinu upp í tvo hluta þar sem það var mat aðila að það gæti verið hagstæðara. Í útboðsgögnum var kveðið á um það að valið skildi hagstæðasta tilboð í hverjum flokki. 

A – Hluti,  allar heilsugæslustöðvar 15 talsins, samtals 13.316,4 m2.

B – Hluti, allt skrifstofuhúsnæði og þjónustuhúsnæði, samtals 4.601,9 m2.

Tilboð voru síðan opnuð 3.september síðastliðin og mun nýr samningur taka gildi og fara í framkvæmd þann 1.nóvember 2020.

Samið var við IClean ehf. í A-hluta og Dagar hf. í B-hluta.