Fara í efni

Áhugi á hlutverki fjármálaráðgjafa og umsjónaraðila með sölu Íslandsbanka

23 aðilar lýstu yfir áhuga á hlutverki fjármálaráðgjafa og umsjónaraðila með sölu Íslandsbanka. 

Bankasýsla ríkisins í samstarfi við Ríkiskaup auglýsti eftir ráðgjöfum fyrir sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka þann 2. febrúar sl. Tilboðin / yfirlýsingar sem bárust voru opnuð þann 12. febrúar. 

Ráðgjöfinni er skipt í tvö hlutverk:

a. Sjálfstæður fjármálaráðgjafi: Að veita BR ráðgjöf í áætluðu söluferli, frá ráðningu leiðandi og annarra umsjónaraðila og til lokasölu.

b. Leiðandi og aðrir umsjónaraðilar með útboði og töku hluta: Að samhæfa og skipuleggja sölu hluta í Íslandsbanka innanlands og erlendis og skráningu í kjölfarið.

Af þeim aðilum sem skiluðu inn gögnum voru tíu innlendir aðilar en þrettán erlendir.

Verið er að vinna úr innsendum gögnum.