Fara í efni

Áhugaverðar hugmynda- og hönnunarsamkeppnir

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. forsætisráðuneytisins, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu og einnig til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits.

Veitt verða verðlaun fyrir bestu tillögurnar og er heildar verðmæti verðlauna um 22 milljónir króna. Samkeppnirnar fara fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Bæði þessi verkefni eru í auglýsingu á vef Ríkiskaupa og á www.utbodsvefur.is (Opnast í nýjum vafraglugga) .

Til glöggvunar á því svæði sem um ræðir er hægt að skoða myndbönd á Youtube rás Ríkiskaupa af svæðinu úr lofti sem Framkvæmdasýsla ríkisins lét gera. https://www.youtube.com/watch?v=lh1P9lPRils&t=43s (Opnast í nýjum vafraglugga) og https://www.youtube.com/watch?v=aiGWjmIbd48 (Opnast í nýjum vafraglugga)

Nánar um verkefnin:

20684 - Viðbygging við stjórnarráðshús, Lækjargötu – Framkvæmdasamkeppni

Um er að ræða um 1.200 m² viðbyggingu sem hýsi m.a. flestar skrifstofur forsætisráðuneytisins, fundarrými og aðstöðu fjölmiðla. Einnig þarf að endurskoða innra skipulag Stjórnarráðshússins og tengja það við viðbygginguna. Veitt verða  verðlaun að heildarfjárhæð 10 m.kr.  þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 5 m.kr. Gert er ráð fyrir að útboðsgögn verði tilbúin á vormánuðum 2020 og að vígsla byggingarinnar gæti orðið um áramót 2021/22.

20683 - Stjórnarráðsreitur - Hugmyndasamkeppni um skipulag

Setja skal fram raunhæfar og spennandi tillögur um heildarlausn á skipulagi á reitnum þannig að byggja megi upp á heildstæðan hátt framtíðarhúsnæði ráðuneyta, stofnana ríkisins og dómstóla m.a. með hagræðingu í huga. Veitt verða  verðlaun að heildarfjárhæð 12 m.kr.  þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 6 m.kr.