Fara í efni

Afsláttarsamningur ríkisins um flugsæti innanlands hefur verið framlengdur til ársloka 2016

Allar opinberar stofnanir og aðilar að rammasamningskerfi Ríkiskaupa njóta að lágmarki 17% afsláttar af fullum verðum (“Forgangur”) sé greitt með Flugkorti Flugfélags Íslands. 

Stofnanir sem eiga veruleg viðskipti við Flugfélag Íslands njóta síðan enn betri kjara, í samræmi við veltu, samkvæmt eftirfarandi töflu: 

Nettó heildarvelta á ári
15 milljónir og meira 25%
10 – 15 milljónir 22%
Minna en 10 milljónir 17%

Ríkiskaup telja núverandi fyrirkomulag hagstætt kaupendum og notendum hjá ríkinu.

Á fundi Ríkiskaupa (RK) og Flugfélags Íslands (FÍ) í nóvember síðastliðnum lögðu RK til nokkrar úrbætur/breytingar á samningnum við FÍ. Má þar helst nefna vildarpunkta sem handhafar flugmiða fá við kaup ríkisins á flugfargjöldum með FÍ.  Núverandi samningur kveður á um fyrirkomulag varðandi vildarpunkta og er það breytilegt eftir verði flugmiða.

Hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og kaupendum almennt hefur á undanförnum misserum verið sífellt aukin áhersla á það, að hvorki sé tilhlýðilegt né sanngjarnt að fríðindi sem þessi renni til farþega.

Það er vilji kaupenda að afnema vildarpunkta við kaup ríkisins á flugmiðum.

Ríkið hefur einnig skoðað þann kost að koma upp miðlægri bókun á flugfargjöldum ríkisins, innanlands og utan. Gangi þetta eftir gæti einn aðili hjá ríkinu, þ.e. ein kennitala séð um allar bókanir innanlands. Með því mætti líta á slík innkaup sem innkaup eins kaupanda sem hefur áhrif á magnafslátt á flugmiðagjöldum.

Á fundi RK og FÍ í árslok 2015 voru ofantalin atriði rædd og er það vilji RK að þau verði tekin til skoðunar fyrir næsta samning um kjör á flugsætum og þá með hvaða hætti sé hagstæðast að koma þeim í framkvæmd.