Fara í efni

Afnot af ljósleiðaraþráðum

Ríkiskaup, f.h. utanríkisráðuneytis, óska eftir tilboðum um samningsbundin afnot af einum eða tveimur ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng Atlantshafsbandalagsins sem liggur um Ísland.

Um er að ræða ljósleiðarastreng, oft kallaður NATO-ljósleiðarinn, sem var lagður af Póst- og símamálastofnun hringinn í kringum landið og suður um Vestfirði til Bolafjalls við Ísafjarðardjúp. Verkefnið hófst 1989 og var kerfið tekið í notkun 1991. Um er að ræða einn streng með átta ljósleiðaraþráðum.

Ekki er um að ræða viðskipti sem falla undir lög nr. 120/2016 um opinber innkaup. Lögin taka ekki til sölu eða útleigu á eignum ríkisins auk þess sem opinberir samningar sem hafa það meginmarkmið að stofna til að reka almennt fjarskiptanet, hagnýta slíkt fjarskiptanet eða sjá almenningi fyrir einni eða fleiri tegundum rafrænnar fjarskiptaþjónustu eru sérstaklega undanþegnir lögunum, sbr. 10. gr.

Verkefnisgögn eru aðgengileg í útboðskerfi Ríkiskaupa, tengdsign.is til 02.05.2022.