Fara í efni

Rammasamningar

RK 16.05 Úrgangsþjónusta

  • Gildir frá: 30.06.2017
  • Gildir til: 30.11.2021

Um samninginn

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu tók gildi 30.6.2017 – til 4 ára.

Nýtt útboð vegna samningsins hefur verið fært til haustsins og semingurinn hefur verið framlengdur til fimm mánaða - til 30.11.2021

Útboðið verður auglýst á utbodsvefur.is. Einfalt er að gerast áskrifandi að tilkynningum um nýjar útboðsauglýsingar.

Upplýsingar um útboðsvefinn

Samið var við Terra umhverfisþjónusta hf. (Gámaþjónustuna) á báðum svæðum í framhaldi af útboði Ríkiskaupa nr. 20363.

Um hvað var samið? 

Samningurinn tekur til kaupa á alhliða úrgangsþjónustu um meðhöndlun og móttöku úrgangs frá stofnunum ríkisins, sveitarfélögum og öðrum opinberum aðilum.

Samningurinn skiptist í tvö svæði:

A  Höfuðborgarsvæðið c

B  Reykjanes

Þjónustunni er skipt í eftirfarandi þætti:

1.       Leiga á ílátum og gámum til flokkunar og söfnunar úrgangs.

2.       Losun íláta og gáma, ásamt flutningi og afhendingu á flokkuðum og óflokkuðum úrgangi til endurvinnslu eða förgunar hjá viðurkenndum móttökustöðvum.

3.       Förgunargjöld eða endurgjald eftir magni og tegund úrgangs.

Markmið rammasamnings fyrir kaupendur eru:

  • Að tryggja sem mesta hagkvæmni heildarinnar um kaup á úrgangsþjónustu.
  • Að auðvelda og efla skilvirka, aðgengilega flokkun úrgangs í samræmi við umhverfisstefnu og markmið kaupenda.
  • Að auðvelda hagkvæma úrgangsstjórnun sem byggir á bestu þekkingu og lýsandi tölulegum upplýsingum m.a. um magn og kostnað.
  • Að tryggja ábyrga meðferð úrgangs sem uppfyllir þarfir og óskir kaupenda ásamt því að vera í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Endurnýting og endurvinnsla skal ávallt vera fyrsta val bjóðanda sé þess kostur. Sjá nánar kröfulýsingu á þjónustuflokkum í kafla 4.

Kaup innan samnings

Kaupendur skulu kaupa inn á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum.

Við gerð einstaks samnings er kaupanda heimilt að ráðfæra sig skriflega við seljanda og óska eftir viðbót við tilboð hans ef það er nauðsynlegt vegna skilmála um þjónustuþætti sem ekki eru fast settir í þessum samningi. Náist ekki ásættanlegt samkomulag um slíka þætti er kaupanda heimilt að viðhafa samkeppni um þá sérstaklega eða segja sig frá þessum rammasamningi með rökstuðningi á grundvelli hagkvæmni. Einstökum kaupendum er heimilt að kaupa allt að 10% af úrgangsþjónustu sinni utan rammasamningsins.

Seljandi skal tryggja að allir kaupendur samnings fái umsamin kjör og inni þjónustuna af hendi á sem hagkvæmastan máta.

Seljendur

Terra umhverfisþjónusta hf.
Súðarvogi 2
Sími: 5352500
Tengiliður samnings
Arngrímur Sverrisson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.