Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.10 Túlka- og þýðingaþjónusta

 • Gildir frá: 14.12.2018
 • Gildir til: 07.02.2023

Um samninginn

Samningur var kominn á í öllum flokkum dags 7.02.2019. Gildistími samnings var eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum.
Samningurinn hefur veið framlengdur í þriðja sinn um eitt ár og gildir til 07.02.2023.

A. Almenn þýðingarþjónusta
B. Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda

C. Almenn túlkaþjónusta
D. Dómtúlkun
E. Túlkaveita

Seljendur A – Almenn þýðingarþjónusta B – Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda C – Almenn túlkaþjónusta D – Dómtúlkun E - Túlkaveita
Alhliða túlka og þýðingastofan  efh.  x  x x    
Alþjóðasetur ehf.  x   x    
Ásar - þýðingar og túlkun slf.  x  x    x  
Björn Matthíasson  x  x      
Efnavernd  x        
Elzbieta Krystyna Elísson  x   x    
Fayrouz Nouh     x    
Jafnréttishús / Equality Center  x   x    
Kabul ehf.  x   x    
Language Line Ltd.         x
Ling Túlkaþjónusta  x   x    
Orðastaður/ Stefán Sigurðsson  x        
Polanska slf.  x   x    
Rit ehf.  x x  x  
Skjal þjónusta ehf.  x x      
Skopos ehf.  x        
 Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands  x  x  x  x  
 Túlkaþjónustan slf.  x  x  x    

 

Athugið að Spænsk-íslenska, þýðingar og túlkun ehf. er ekki lengur í samningi. 

Kaup innan samnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
 • Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum og verði seljenda. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.
 • Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan. 

Um framkvæmd örútboða

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:
a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.
 
Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.

Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

 Framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur

 Við val á tilboði í örútboði skulu kaupendur ganga út frá hagstæðasta tilboði skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til vöru og/eða þjónustu. Valforsendur sem bjóðandi getur stillt upp í örútboði eru eftirfarandi:

 • Verð (tímaverð, fast verð eða hámarksverð) (50-100%)
 • Þjónustugeta (0-50%)
 • Afhendingartími (0-50%)
 • Reynsla (0-50%)
 • Fyrri verkefni (0-50%)
 • Umsagnir um fyrri verk (0-50%)
 • Gæðavottun (0-50%)

Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði. Byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda.

Almenn skilyrði

Boðið er lágmarksgjald (1 klst.) og tímagjald ef vinna fer umfram 1 klst., nema ef um er að ræða símatúlkun eða símskilaboð (fast verð). Tekið skal fram að ekki er heimilt að gjaldfæra lágmarksgjald oftar en einu sinni vegna sama verkefnis.

Kaupendur munu panta beint frá seljanda nema sérstaklega sé um annað samið. Við pöntun á þjónustu skal koma skýrt fram hver pantar og hver móttekur pöntun.

Afhending á þjónustu túlka skal fara fram á þeim stað og stund sem umsamið er við pöntun.

Kaupandi skal að jafnaði panta samfélagstúlkun með að a.m.k. dags fyrirvara. Kaupandi skal að jafnaði panta símatúlkun með 12 klst. fyrirvara.

Sé þjónusta pöntuð eftir kl. 16:00 deginum áður en þjónusta skal veitt eða með skemmri fyrirvara er seljanda heimilt að gjaldfæra þjónustu á þeirri gjaldskrá sem almennt gildir utan dagtíma, jafnvel þótt þjónustan sé veitt á skilgreindum dagvinnutíma sem er alla jafnan milli kl. 8:00-17:00.

Fari þjónustutími umfram 8 klst. á skilgreindum dagvinnutíma er seljanda heimilt að gjaldfæra unna tíma umfram 8 klst. á þeirri gjaldskrá sem gildir utan dagvinnutíma og tilgreind er í tilboðshefti.

Vinna á almennum og sérstökum frídögum, sem og stórhátíðardögum, að beiðni kaupanda skal jafnframt heimilt að gjaldfæra á næturtímagjaldi.

Almennir frídagar eru laugardagar og sunnudagar.

Bjóðendur skulu bjóða fram sína hæfustu túlka hverju sinni.

Tilboðsverð fyrir þýðingaþjónustu skulu innihalda allan kostnað án virðisaukaskatts. Annar kostnaður vegna veittrar þjónustu eru afnot af búnaði, símtæki, og húsnæði, efnis- og prentkostnaður sem og opinber gjöld, ef við á.

Tilboðsverð fyrir túlkaþjónustu skal innifela allan kostnað vegna veittrar þjónustu, s.s. ferðir á vettvang túlkunar, svo fremi sem um er að ræða ferðir innan stór - höfuðborgarsvæðisins. Akranes og Suðurnes. Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær og Kjalarnes teljast til stór- höfuðborgarsvæðisins. Vogar, Reykjanesbær, Garður, Sandgerði og Grindavík teljast til Suðurness. Ef þörf er á þjónustu túlks utan tilgreindra svæða skal greitt kílómetragjald fyrir hvern ekinn kílómeter umfram 50 kílómetra á vettvang túlkunar frá starfstöð bjóðanda/túlks, eftir því hvort er styttra frá vettvangi túlkunar, og til baka. Kílómetragjald skal nema sömu upphæð og heimill frádráttur kostnaðar á móti ökutækjastyrk, skv. gildandi reglum Skattsins hverju sinni

Óski kaupandi eftir túlki með minna en 24 klst. fyrirvara telst það útkall/neyðarútkall og greiðast tvær klukkustundir í einingaverð í samræmi við viðeigandi lið í tilboðsskrá. Það telst ekki útkall/neyðartúlkun ef pantaður er túlkur með minna en 24 klst. fyrirvara ef ástæðu þess má rekja til forfalla annars túlks sem sinna átti sama verkefni.

Forfallist túlkur af einhverjum ástæðum skal seljandi tilkynna það kaupanda eins fljótt og auðið er. Að jafnaði skal miðað við að tilkynning um forföll berist eigi síðar en 24 klst. áður en túlkun á að fara fram. Forfallist túlkur skal seljandi gera allt sem í hans valdi stendur til að fá annan túlk í verkefnið á þeim tíma sem upphafleg pöntun miðaðist við.

Útkall dæmi 1: Ef túlkunarverkefni hefst kl. 15:00 og lýkur kl. 18:00 reiknast það sem 2ja tíma útkall að viðbættri 1 klst. á næturtímagjaldi – ekki 2ja tíma útkall á dagtímagjaldi og 2ja tíma útkall á næturtímagjaldi.

Útkall dæmi 2: Ef túlkunarverkefni hefst kl. 17:00 og lýkur kl. 18:00 reiknast það sem 2ja tíma útkall á næturtímagjaldi Skilgreiningar túlkaþjónusta

Ákvæði um akstur

Tilboðsverð fyrir þýðingaþjónustu skulu innihalda allan kostnað án virðisaukaskatts. Annar kostnaður vegna veittrar þjónustu er t.a.m. allur akstur, ferðir, afnot af búnaði og húsnæði, efnis- og prentkostnaður sem og opinber gjöld, ef við á. 

 

Skilgreining á túlkaþjónustu

Samfélagstúlkun: Telst vera öll túlkun talaðs máls önnur en dómtúlkun og ráðstefnutúlkun, á þeim stað sem kaupandi þjónustu tiltekur hverju sinni. Samfélagstúlkun felur í sér gagnvirkni þar sem túlkurinn er miðlari tjáskipta milli aðila sem tala ólík tungumál.

Táknmálstúlkun fellur utan þessa samnings.

Símatúlkun: Telst vera almenn túlkun þar sem túlkað er hið talaða orð í gegnum símtæki eða fjarfundabúnað. Miðað er við að túlkur geti sinnt slíkri túlkun frá starfstöð sinni.

Símskilaboð: Telst vera sú þjónusta túlks að koma til skila símleiðis skilaboðum frá kaupanda þjónustu til viðskiptavinar/skjólstæðings. Miðað er við að túlkur geti sinnt slíkri túlkun frá starfsstöð sinni. Þannig þýðir túlkur skilaboðin og kemur áleiðis, án þess að um gagnvirkni sé að ræða.

Dómtúlkun: Telst vera öll túlkun sem framkvæmd er af löggiltum dómtúlki í réttarsal, eða öðru því húsnæði sem tilgreint er af dómara, og framkvæmd til samræmis við ákvæði laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, með síðari breytingum, eða laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, með síðari breytingum. Dómtúlkun felur í sér gagnvirkni þar sem túlkurinn er miðlari tjáskipta milli aðila sem tala ólík tungumál.

Ráðstefnutúlkun: Telst vera öll túlkun á ráðstefnum, hvort heldur um er að ræða snartúlkun, lotutúlkun eða hvísltúlkun. Fer slík túlkun fram á þeim stað sem kaupandi þjónustu tiltekur hverju sinni.

 • Með snartúlkun er átt við þjónustu tveggja túlka sem starfa saman í einum klefa fyrir hvert tungumál sem þýtt skal og skiptast á að túlka ræður og annað talað mál jafnóðum. Áheyrendur hlýða á túlkana í heyrnartækjum. Þörf er á sérstökum tækjabúnaði og fellur leiga á honum utan þessa útboðs; þ.e. bjóðendur skulu ekki reikna leigu tækjabúnaðar inn í tilboð sín.

  Með lotutúlkun er átt við þjónustu túlks sem túlkar talað mál þannig að hann hlustar á nokkrar málsgreinar og túlkar þær síðan. Starfar einn túlkur fyrir hvert tungumál við veitingu slíkrar þjónustu er ekki þörf á sérstökum tækjabúnaði.

  Með hvísltúlkun er átt við þá þjónustu túlks að túlkað er fyrir einn eða fáa þátttakendur ráðstefnu sem ekki skilja málið. Oft sitja viðkomandi afsíðis í ráðstefnusal með túlki sem hvísltúlkar til þeirra og er ekki þörf á érstökum tækjabúnaði.

Skilgreining á þýðingaþjónustu:

Almennar þýðingar: Teljast vera allar þýðingar almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni. 
Miðað er við að þýðandi geti þýtt 800-1000 orð á dag- eða næturtíma. 

Sértækar þýðingar: Teljast vera allar þýðingar sértæks ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en löggiltar skjalaþýðingar. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni.

 • Með sértækum texta er átt við texta sem inniheldur orðaforða og tungutak sem teljast má utan almennrar málþekkingar þýðenda. Má þar sem dæmi nefna flókinn tæknilegan texta og sambærilegt. Einnig má flokka hér undir texta sem breyta eða endursemja þarf í þýðingu að ósk kaupanda

Forgangsþýðingar: Teljast vera þýðingar sem krefjast forgangs eða þarf að skila innan tímamarka sem teljast þrengri en almennt er krafist.

Miðað er við að þýðandi geti þýtt 400-700 orð á dag- eða næturtíma.

Löggiltar skjalaþýðingar: Teljast vera allar þýðingar sértæks eða almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað sem þýðandi vottar með undirritun sinni og stimpli og skal þannig jafngildur frumskjali. Skal þýðandi skila kaupanda texta fullfrágengnum og prófarkalesnum á tölvutæku formi, eftir samkomulagi hverju sinni. Varðandi skilgreiningar á almennum og sértækum texta vísast til skýringa hér að ofan. 
Miðað er við að þýðandi geti þýtt 400-700 orð á dag- eða næturtíma hvort heldur er um að ræða almennan eða sértækan texta.

Sé notað þýðingarminni skal greiðast skv. eftirfarandi hlutföllum:

 • Án endurtekninga: 100%

  50-84% samsvörun: 100%

  85-99% samsvörun: 50%

  100% samsvörun: 25%

Gildir ofangreind hlutföllun fyrir allar tegundir þýðingaþjónustu.

Seljendur

Alhliða túlka og þýðingastofan ehf.
Dalaland 11
Sími: 6910691
Tengiliður samnings
Leyla Eve Gharavi
Alþjóðasetur ehf.
Álfabakka 14
Sími: 5309300
Tengiliður samnings
Ásar - þýðingar og túlkun slf.
Skipholt 50b
Sími: 5626588
Tengiliður samnings
Ellen Ingvadóttir
Björn Mattíasson
Suðurbraut 6
Sími: 5553035
Tengiliður samnings
Björn Mattíasson
Elzbieta Krystyna Elísson
Naustabryggju 1
Sími: 8452375
Tengiliður samnings
Elzbieta Krystyna Elísson
Fayrouz Nouh
Sími: 8218654
Tengiliður samnings
Fayrouz Nouh
Jafnréttishús
Strandgata 25
Sími: 5340107
Tengiliður samnings
Estefanía Steina Valgeirsdóttir
Kabul ehf.
Njálsgötu 80
Sími: 6124665
Tengiliður samnings
Zahra Mesbah
Language Line Ltd.
40 Bank Street
Sími: 020 7715 2813
Tengiliður samnings
David Elgar
Ling Túlkaþjónusta
Vesturgata 17C
Sími: 5198585
Tengiliður samnings
Ewelina Liberacka
Orðastaður/ Stefán Sigurðsson
Gullsmári 5
Sími: 5671436
Tengiliður samnings
Stefán Sigurðsson
Polanska slf.
Suðurlandsbraut 32
Sími: 6991004
Tengiliður samnings
Sandra María Steinarsdóttir Polanska
Rit ehf. Paul Richardson
Grenimelur 24
Sími: 8999231
Tengiliður samnings
Paul Richardson
Skjal þjónusta ehf.
Síðumúli 28
Sími: 5307300
Tengiliður samnings
Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir
Skopos ehf.
Vegmúli 2
Sími: 5715566
Tengiliður samnings
Guðmundur Freyr Magnús
Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands
Sólvallagötu 48
Sími: 5179345
Tengiliður samnings
Angélica Cantú Dávila
Túlkaþjónustan slf.
Suðurlandsbraut 32
Sími: 5170606
Tengiliður samnings
Sandra María Steinarsd Polanska

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.