Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.10 Túlka- og þýðingaþjónusta

 • Gildir frá: 07.03.2023
 • Gildir til: 07.03.2025

Um samninginn

Rammasamningur um þýðinga- og túlkaþjónustu

Samningur var kominn á í öllum flokkum dags 07.03.2023.
G
ildistími samnings eru tvö ár með möguleika á framlengingu um eitt ár tvisvar sinnum.
Samningurinn gildir núna til 07.03.2025.

A. Almenn þýðingarþjónusta
B. Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda

C. Almenn túlkaþjónusta
D. Löggiltir dómtúlkar
E. Símatúlkun

Seljendur A – Almenn þýðingarþjónusta B – Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda C – Almenn túlkaþjónusta D – Löggiltir dómtúlkar E - Símatúlkun
Algantra ehf  x   x    x
Alhliða túlka og þýðingastofan  efh.  x  x x x x
Alþjóðasetur ehf.  x x x x x
Axent ehf  x   x    
Björn Matthíasson  x  x x   x
Fatima Túlkaþjónusta og Þýðingar  x   x    x
Felicia ehf  x   x    x
Intermediate  x   x   x
Jafnréttishús ehf  x   x   x
Landstúlkun  x   x   x
Language Line Solutions          x
Ling Túlkaþjónusta  x   x   x
Lionbridge International  x  x      
Níels Rúnar Gíslason  x  x x    
Polanska slf  x   x   x
Rit ehf  x x  x  
Skjal þjónusta ehf  x  x      
Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands  x  x  x  x x
Túlkaþjónustan slf  x    x   x

 

Kaup innan samnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi þjónustu vegna einstakra verkefna með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur velja á grundvelli lægsta verðs, það er að hafa fyrst samband við þann sem er með lægsta verðið og síðan koll af kolli ef viðkomandi getur ekki sinnt verkefni.

Bjóða skal út þjónustu vegna ótilgreindra verkefna til a.m.k. 3 mánaða með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Kaupendum í örútboðum er heimilt að ítra kröfur til boðinnar þjónustu umfram lágmarksskilyrði sem sett eru til þjónustu í þessu útboði. Sama gildir um áskilnað í örútboði um aukið hæfi til bjóðenda.

Einstökum kaupendum er heimilt að kaupa allt að 10% af ársveltu sinni í viðkomandi þjónustuflokki á undangengnu ári hverju utan rammasamnings, hafi kaupendur málefnalegar ástæður til, eins og til dæmis sértækar þarfir.

Um framkvæmd örútboða

 

Ef skilmálar þessa rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:

 • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
 • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
 • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
 • Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Nægjanlegt er að kaupandi sendi birgjum ósk um tilboð þar sem ofangreint hefur verið skilgreint með tölvupósti.

Valforsendur í örútboðum

Ef kaup fara fram með örútboði þá skulu kaupendur velja hagstæðasta/hagstæðustu tilboð skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til þjónustu. Valforsendur sem bjóðandi getur stillt upp í örútboði eru eftirfarandi:

 • Verð (tímaverð, fast verð eða hámarksverð) (0-100%)
 • Þjónustugeta (0-50%)
 • Afhendingartími (0-50%)
 • Reynsla (0-50%)
 • Fyrri verkefni (0-50%)
 • Umsagnir um fyrri verk (0-50%)
 • Gæðavottun (0-50%)

 

Tafir, sektir og afpantanir

Verði tafir á afhendingu eða gæði þjónustu eru minni en verkefnislýsing segir til um (t.d. ef prófarkarlestri er ábótavant) skal kaupandi eiga kröfu á afslætti frá umsömdu verði, eða endurgreiðslu kostnaðar við lagfæringar. Slíkur afsláttur skal vera ákveðinn eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda.

Ef kaupandi afpantar samfélagstúlkun með fyrirvara styttri en 24 klst áður en þjónustan átti að vera veitt, er seljanda heimilt að krefja kaupanda um að greiða fyrir þjónustuna í samræmi við pantaðan tíma. Ekki er greitt þó fyrir ferðatíma né akstursgjald. 

Ef samfélagstúlkun er felld niður innan 30 mín fyrir tíma pöntunar er greitt einnig fyrir ferðatíma og akstursgjald. 

Ef seljandi afboðar túlk í samfélagstúlkun með fyrirvara styttri en 24 klst þá er kaupanda heimilt að krefja seljanda um greiðslu að jafnvirði einnar klukkustundar af túlkaþjónustu samkvæmt tímagjaldi seljanda. Ekki er greitt þó ef seljandi útvegar annan túlk á þeim tíma sem samið var um í staðinn þess afboðna og sá túlkur uppfyllir kröfur kaupanda. 

Ef enginn túlkur mætir og þjónusta vegna staðfestrar pöntunar er ekki veitt er kaupanda heimilt að krefja seljanda um greiðslu að jafnvirði einnar klukkustundar samkvæmt tímagjaldi seljanda.

 

Almenn þýðingaþjónusta

Greitt verður að lágmarki fyrir 300 orð. Tilboðsverð miðast við almennar þýðingar. Gert er ráð fyrir 20% álagi á boðna verðið fyrir sértækar þýðingar, 30% álagi á boðna verðið fyrir forgangsþýðingar og 40% álagi á boðna verðið fyrir þýðingar innan við sólarhring/samdægurs. 

Greiðsla á álögum er eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda og þetta samkomulag þarf að liggja fyrir við staðfestingu pöntunar.

Almennar þýðingar teljast vera allar þýðingar almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Þá skal þýðandi einnig skila kaupanda þýðingaminni. Miðað er við að þýðandi geti þýtt 800-1000 orð á dag.

Sértækar þýðingar teljast vera allar þýðingar sértæks ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en löggiltar skjalaþýðingar. Sértækur texti telst vera texti sem inniheldur orðaforða og tungutak sem teljast má utan almennrar málþekkingar þýðenda. Má þar sem dæmi nefna flókinn tæknilegan texta og sambærilegt. Einnig má flokka hér undir texta sem breyta eða endursemja þarf í þýðingu að ósk kaupanda. Seljandi og kaupandi þurfa að samþykkja hverju sinni hvort verkefni er skilgreint sem sértæk þýðing áður er verkefni á sér stað.

Forgangsþýðingar teljast vera þýðingar sem krefjast forgangs eða þarf að skila innan tímamarka sem teljast þrengri en almennt er krafist. Seljandi og kaupandi þurfa að samþykkja hverju sinni hvort verkefni er skilgreint sem forgangsverkefni áður en verkefni á sér stað.

 

Þjónusta löggiltra skjalaþýðenda

Greitt verður að lágmarki fyrir 300 orð. Tilboðsverð miðast við almennar þýðingar. Gert er ráð fyrir 20% álagi á boðna verðið fyrir sértækar þýðingar, 30% álagi á boðna verðið fyrir forgangsþýðingar og 40% álagi á boðna verðið fyrir þýðingar innan við sólarhring/samdægurs. 

Greiðsla á álögum er eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda og þetta samkomulag þarf að liggja fyrir við staðfestingu pöntunar.

 

Almennar þýðingar teljast vera allar þýðingar almenns ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en sértækar þýðingar og löggiltar skjalaþýðingar. Þá skal þýðandi einnig skila kaupanda þýðingaminni. Miðað er við að þýðandi geti þýtt 800-1000 orð á dag.

Sértækar þýðingar teljast vera allar þýðingar sértæks ritaðs texta úr frumtexta (e. source text) af einu tungumáli á annað, aðrar en löggiltar skjalaþýðingar. Sértækur texti telst vera texti sem inniheldur orðaforða og tungutak sem teljast má utan almennrar málþekkingar þýðenda. Má þar sem dæmi nefna flókinn tæknilegan texta og sambærilegt. Einnig má flokka hér undir texta sem breyta eða endursemja þarf í þýðingu að ósk kaupanda. Seljandi og kaupandi þurfa að samþykkja hverju sinni hvort verkefni er skilgreint sem sértæk þýðing áður er verkefni á sér stað.

Forgangsþýðingar teljast vera þýðingar sem krefjast forgangs eða þarf að skila innan tímamarka sem teljast þrengri en almennt er krafist. Seljandi og kaupandi þurfa að samþykkja hverju sinni hvort verkefni er skilgreint sem forgangsverkefni áður en verkefni á sér stað.

 

Samfélagstúlkun

Lágmarksgjaldið fyrir samfélagstúlkun er 30 mín. Ef túlkun tekur minna en 30 mín er samt greitt fyrir 30 mín. 

Kaupandi skal að jafnaði panta samfélagstúlkun með að a.m.k. dags fyrirvara. Pantanir með styttri fyrirvara eru skilgreindar sem útkall/neyðarútkall. 

Tímagjald reiknast frá upphafstíma pöntunar. Biðtími túlks eftir upphafstíma pöntunar er innifalinn. Viðskiptavinir skulu virða tímamörk túlks. Ef túlkur mætir seint og eftir upphafstíma pöntunar þá reiknast tímagjald frá því að túlkur kemur í hús. 

Ef pöntun á samfélagstúlkun hefur verið staðfest af birgja og er síðan afbókuð af kaupanda innan við 24 tímum áður en verkefni átti að hefjast er fullt gjald innheimt í samræmi við tímalengd pöntunar. Ekki er greitt þó fyrir ferðatíma né akstursgjald. Kaupanda er heimilt að afbóka umbeðna þjónustu án endurgjalds áður en birgi hefur staðfest pöntun.

Ef seljandi afpantar verkefni og tími pöntunar er hafinn þá er greitt eftir tímalengd pöntunar og einnig fyrir ferðatíma og akstursgjald.

Gert er ráð fyrir 30% álagi á boðna verðið fyrir vinnu utan dagvinnutíma (16.00-24.00) og um helgar, 60% álagi á boðna verðið fyrir vinnu á næturtíma (00.00-08.00) og frídögum og stórhátíðardögum (rauðum dögum). Álagið fyrir neyðarútkall er 1 viðbótarklukkustund (60 mínútur).

Einnig er gert ráð fyrir 20% álagi á boðna verðið fyrir túlkun hjá lögreglunni, í dómi og Útlendingastofnun.

Gert er ráð fyrir því að álög vegna vinnu utan dagvinnutíma, um helgar, á næturtíma, frídögum og rauðum dögum reiknist bæði á túlkun og ferðatíma en álag vegna vinnu hjá lögreglu, í dómi og Útlendingastofnun reiknist eingögnu á túlkun.

Greiðsla á öllum álögum er samt sem áður eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda og þetta samkomulag þarf að liggja fyrir við staðfestingu pöntunar.

Frídagar eru eftirfarandi: skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum.

Ferðatími fyrir samfélagstúlkun á höfuðborgarsvæðinu:

Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær og Kjalarnes.

Gert er ráð fyrir því að ferðatíminn sé 30 mín.

Að auki greiðist fast akstursgjald fyrir 12 km (6 km aðra leið) samkvæmt akstursgjaldi ríkisstarfsmanna.

Ekki greiðist akstursgjald ef túlkur notar ekki bifreið eða notar almennar samgöngur. 

Dæmi: túlkun tekur 45 mín. Verðið er 30 mín í ferðatíma + 45 mín fyrir túlkun + akstursgjald fyrir 12 km.

Dæmi: túlkun tekur 120 mín. Verðið er 30 mín í ferðatíma + 120 mín fyrir túlkun + akstursgjald fyrir 12 km.

Ferðatími fyrir samfélagstúlkun utan höfuðborgarsvæðisins:

Greitt er fyrir túlkun eftir rauntíma + ferðatími + akstursgjald eftir vegalengd sem ekið er.

Ekki greiðist akstursgjald ef túlkur notar ekki bifreið eða notar almennar samgöngur. 

Dæmi: vinnan tekur 30 mín en túlkur keyrir 100 km báðar leiðir og aksturinn tekur samtals 90 mín. Þá er gjaldið: 30 mín fyrir túlkun + 90 mín fyrir ferðatíma + akstursgjald fyrir 100 km. 

Þjónusta löggiltra dómtúlka

Tímagjald reiknast frá upphafstíma pöntunar. Biðtími túlks eftir upphafstíma pöntunar er innifalinn. Viðskiptavinir skulu virða tímamörk túlks. Ef túlkur mætir seint og eftir upphafstíma pöntunar þá reiknast tímagjald frá því að túlkur kemur í hús. 

Ef pöntun á túlkun hefur verið staðfest af birgja og er síðan afbókuð af kaupanda innan við 24 tímum áður en verkefni átti að hefjast og/eða símatúlkun er afbókuð innan við 12 tímum áður en verkefni átti að hefjast er fullt gjald innheimt í samræmi við tímalengd pöntunar. Ekki er greitt þó fyrir ferðatíma né akstursgjald. Kaupanda er heimilt að afbóka umbeðna þjónustu án endurgjalds áður en birgi hefur staðfest pöntun.

Ef seljandi afpantar dómtúlkun og tími pöntunar er hafinn þá er greitt eftir tímalengd pöntunar og einnig fyrir ferðatíma og akstursgjald.

Gert er ráð fyrir 30% álagi á boðna verðið fyrir vinnu utan dagvinnutíma (16.00-24.00). Álagið fyrir neyðarútkall er 1 viðbótarklukkustund (60 mín).

Gert er ráð fyrir því að álög reiknist bæði á túlkun og á ferðatíma.

Greiðsla á öllum álögum er samt sem áður eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda og þetta samkomulag þarf að liggja fyrir við staðfestingu pöntunar.

Lágmarksgjald fyrir símatúlkun er 30 mín. Lágmarksgjaldið gildir ekki þegar pöntuð er röð af símtölum en þá er borgað fyrir rauntúlkun (þeas fyrir öll símtöl samfleytt). Að öðru leyti skal mínútugjald byrja að telja þegar samskipti hefjast við túlk og skal ljúka við lok fjarskipta.

Ferðatími fyrir dómtúlkun á höfuðborgarsvæðinu:

Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem Reykjavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Garðabær og Kjalarnes.

Gert er ráð fyrir því að ferðatíminn sé 30 mín.

Að auki greiðist fast akstursgjald fyrir 12 km (6 km aðra leið) samkvæmt akstursgjaldi ríkisstarfsmanna.

Ekki greiðist akstursgjald ef túlkur notar ekki bifreið eða notar almennar samgöngur. 

Dæmi: túlkun tekur 45 mín. Verðið er 30 mín í ferðatíma + 45 mín fyrir túlkun + akstursgjald fyrir 12 km.

Dæmi: túlkun tekur 120 mín. Verðið er 30 mín í ferðatíma + 120 mín fyrir túlkun + akstursgjald fyrir 12 km.

Ferðatími fyrir dómtúlkun utan höfuðborgarsvæðisins:

Greitt er fyrir túlkun eftir rauntíma + ferðatími + akstursgjald eftir vegalengd sem ekið er.

Ekki greiðist akstursgjald ef túlkur notar ekki bifreið eða notar almennar samgöngur. 

Dæmi: vinnan tekur 30 mín en túlkur keyrir 100 km báðar leiðir og aksturinn tekur samtals 90 mín. Þá er verðið 30 mín fyrir túlkun + 90 mín fyrir ferðatíma + akstursgjald fyrir 100 km. 

Rafræn túlkaveita og símatúlkun

Lágmarksgjald fyrir símatúlkun er 30 mín. Lágmarksgjaldið gildir ekki þegar pöntuð er röð af símtölum en þá er borgað fyrir rauntúlkun (þeas fyrir öll símtöl samfleytt). Að öðru leyti skal mínútugjald byrja að telja þegar samskipti hefjast við túlk og skal ljúka við lok fjarskipta.

Tímagjald reiknast frá upphafstíma pöntunar. Biðtími túlks eftir upphafstíma pöntunar er innifalinn. Viðskiptavinir skulu virða tímamörk túlks. Ef túlkur mætir seint í símatúlkun og eftir upphafstíma pöntunar þá reiknast tímagjald frá því að túlkur mætir í símatúlkun.

Ef pöntun á símatúlkun hefur verið staðfest af birgja og er síðan afbókuð af kaupanda innan við 24 tímum áður en verkefni átti að hefjast er fullt gjald innheimt í samræmi við tímalengd pöntunar. Kaupanda er heimilt að afbóka umbeðna þjónustu án endurgjalds áður en birgi hefur staðfest pöntun.

Ef seljandi afpantar verkefni og tími pöntunar er hafinn þá er greitt eftir tímalengd pöntunar.

Gert er ráð fyrir 30% álagi á boðna verðið fyrir vinnu utan dagvinnutíma (16.00-24.00) og um helgar, 60% álagi á boðna verðið fyrir vinnu á næturtíma (00.00-08.00) og frídögum og stórhátíðardögum (rauðum dögum). Álagið fyrir neyðarútkall er 1 viðbótarklukkustund (60 mínútur). Álögin miða við íslenskan tíma.

Einnig er gert ráð fyrir 20% álagi á boðna verðið fyrir túlkun hjá lögreglunni, í dómi og Útlendingastofnun.

Greiðsla á öllum álögum er samt sem áður eftir samkomulagi milli kaupanda og seljanda og þetta samkomulag þarf að liggja fyrir við staðfestingu pöntunar.

Frídagar eru eftirfarandi: skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum.

Stórhátíðardagar eru eftirfarandi: nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, aðfangadagur eftir kl. 12:00, jóladagur, gamlársdagur eftir kl. 12:00.

 

 

Seljendur

Algantra ehf
Sími: 6903381
Tengiliður samnings
Tabit lakhdar
Alhliða túlka og þýðingastofan ehf.
Dalaland 11
Sími: 6910691
Tengiliður samnings
Leyla Eve Gharavi
Alþjóðasetur ehf.
Álfabakka 14
Sími: 5309300
Tengiliður samnings
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Axent ehf
Sími: 8596699
Tengiliður samnings
Jóhanna M Jóhannsdóttir
Björn Mattíasson
Suðurbraut 6
Sími: 5553035
Tengiliður samnings
Björn Mattíasson
Fatima Túlkaþjónusta og Þýðingar
Sæmundargötu 18
Sími: 774 6727
Tengiliður samnings
Erna Huld Ibrahimsdóttir
Felicia ehf
Sími: 6631817
Tengiliður samnings
Felicia Mariana Pralea
Intermediate
Sími: 7909992
Tengiliður samnings
Brynjar Ingi Alshbaki
Jafnréttishús
Strandgata 25
Sími: 5340107
Tengiliður samnings
Amal Tamimi
Landstúlkun
Sími: 7752528
Tengiliður samnings
Aleksandra Karwowska
Language Line Solutions
Sími: 0800 169 2879
Tengiliður samnings
Anya Roszkowiak
Ling Túlkaþjónusta
Vesturgata 17C
Sími: 5198585
Tengiliður samnings
Ewelina Liberacka
Lionbridge International
Sími: +34 618 73 10 12
Tengiliður samnings
Eva Oliva
Níels Rúnar Gíslason
Sími: 6998830
Tengiliður samnings
Níels Rúnar Gíslason
Polanska slf.
Suðurlandsbraut 32
Sími: 6991004
Tengiliður samnings
Sandra María Steinarsdóttir Polanska
Rit ehf. Paul Richardson
Grenimelur 24
Sími: 8999231
Tengiliður samnings
Paul Richardson
Skjal þjónusta ehf.
Síðumúli 28
Sími: 5307300
Tengiliður samnings
Jóna Sigurbjörg Eðvaldsdóttir
Túlka- og þýðingamiðstöð Íslands
Sólvallagötu 48
Sími: 5179345
Tengiliður samnings
Angélica Cantú Dávila
Túlkaþjónustan slf.
Suðurlandsbraut 32
Sími: 5170606
Tengiliður samnings
Sandra María Steinarsd Polanska

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.