Fara í efni

Rammasamningar

RK 03.01 Tölvubúnaður

 • Gildir frá: 01.01.2020
 • Gildir til: 01.01.2023

Um samninginn

Rammasamningur um tölvuvörur tók gildi 01.01.2020 í kjölfar útboðs númer V20911 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. Samningurinn hefur verið framlengdur í fyrsta sinn og gildir til 01.01.2023

Samið var við Opin kerfi sem var lægstbjóðandi í fyrirfram skilgreindan búnað  við kaup á búnaði allt að 10 stk. og einnig var samið við Advania og Origo sem birgja í magninnkaupum (11 stk. og yfir) og við kaup á sértækum búnaði.

Kröfulýsing búnaðar er birt í útboðsgögnum í flipanum „Skoða kjör“.

Markmiðið með samningnum er að ná aukinni hagkvæmni í kaupum á tölvubúnaði fyrir opinbera aðila og í þessum nýja samningi er það gert með því að semja um fast verð við einn birgja um ákveðinn búnað upp að ákveðnum fjölda.
Til að koma til móts við kaupendur sem þurfa að kaupa meira magn eða gera kröfur um sérhæfðari búnað var einnig samið við tvo aðra birgja sem keppa um viðskipti stofnana í örútboðum innan samnings. Slík samkeppni leiðir til aukins ávinnings, ekki síst þegar stofnanir nýta umtalsverðan innkaupakraft sinn í sameiginlegum örútboðum innan samningsins.

Kaup innan samnings

Flokkur 1 – fartölvur, borðtölvur og skjáir

 • Kaup á 10 einingum eða færri.
  Kaup á allt að 10 einingum af hverri tegund (tölvum, tengikvíum eða tölvuskjáum) af fyrirfram skilgreindum búnaði skulu fara fram með beinum kaupum við forgangsbirgja (Opin Kerfi). Að hámarki 120 einingar á ársgrundvelli. Nánari skilgreiningar á búnaði og boðin verð eru að finna á læsta svæðinu í flipanum „Skoða kjör“.

 • Kaup á 11 eða fleiri einingum.
  Skal bjóða út í örútboði meðal allra  seljenda innan rammasamningsins. 

 • Kaup á sértækum búnaði sem ekki fellur undir fyrirframskilgreindan búnað skulu fara fram með örútboði meðal allra birgja í samningi ( Advania, Origo og Opinna kerfa). Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér að neðan. 

Flokkur 2 – aukahlutir tengdir boðnum búnaði í flokki 1:

Kaupandi skal leita bestu verða meðal allra þriggja rammasamningshafa á grundvelli boðins lágmarksafsláttar og verðlista.
Kaupendum er heimilt að hafa aukahluti með í örútboði innan flokks 1.
Örútboðsskylda er innan samnings.

Örútboð

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram. Allar lágmarkskröfur í rammsamningi skulu gilda og eiga við um örútboð og þarf ekki að taka það fram sérstaklega í örútboðum. Kaupendur eru hvattir til að kynna sér lágmarkskröfur í útboðsgögnum undir flipanum „Skoða kjör“.

Til viðbótar þá er heimilt að minnka/auka við eða ítra kröfur til boðinnar vöru og/eða þjónustu í örútboðum en skal það þá sérstaklega tekið fram. 

Valforsendur í þessum rammsamningi.

 • Verð 50‐100%
 • Þjónusta, umfang, vottun 0‐50%
 • Gæði, einsleitni umhverfis (viðbót við fyrirliggjandi vörulínur) o.fl. 0‐30%
 • Skiptikostnaður milli tegunda sem fyrir er 0 ‐30%
 • Aukin umhverfisskilyrði 0‐50%
 • Gæðavottanir vöru eða þjónustu 0‐50%
 • Gæði (tæknilegir eiginleikar) 0‐50%
 • Útlit, s.s. litur, form osfrv. 0‐30%
 • Afgreiðslu‐ og afhendingartími 0‐50%

Hvað varðar ofangreindar valforsendur og vægi þeirra í væntanlegum örútboðum, þá verður kröfum sem skilgreindar verða á grundvelli ofangreindra valforsenda, sem og vægi þeirra, lýst ítarlega í örútboðsgögnum.

Nánari upplýsingar um örútboð 

Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Ari Sigurðsson
Opin Kerfi
Höfðabakka 9
Sími: 570 1000
Tengiliður samnings
Ísold Einarsdóttir
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Emil Gunnar Einarsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.