Fara í efni

Rammasamningar

RK 03.01 Tölvubúnaður

 • Gildir frá: 01.04.2024
 • Gildir til: 01.04.2026

Um samninginn

Rammasamningur um tölvuvörur tók gildi 01.04.2024 í kjölfar útboðs númer V22113 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn. 

Samningi er skipt í þrjá (3) hluta:

 1. Hluti: Tölvubúnaður
  1. Borðtölva*
  2. Fartölvur
  3. Skjáir
  4. Dokkuskjáir
  5. Tengikvír
 2. Hluti: Aukahlutir
  1. Lyklaborð
  2. Mýs
  3. Vefmyndavélar
  4. USB snúrur
  5. Display port kaplar
  6. HDMI kaplar
 3. Hluti: Sérvörur
  1. Skilgreindar sem tölvubúnaður og aukahlutir fyrir:
   1. gagnavinnslu og forritun
   2. vinnu með mynd og hljóð
   3. grafíska- og aðra hönnun
   4. rannsóknarvinnu og tengingar við rannsóknartæki
   5. ný tækni til kennslu og tilrauna

*Advania er ekki aðili að borðtölvum. 

Kaup innan samnings

Ef um fyrstu kaup hjá innkaupafulltrúa er að ræða mælum við með að skoða leiðbeiningar Ríkiskaupa, hvernig kaup fara fram innan rammasamnings.

Bein kaup

 • Hluti 1 – Leyfð, allt að 50 einingum á mán fyrir hvern vörulið í vörukörfu.

 • Hluti 2 – Leyfð, óháð magni.

 • Hluti 3 – Ekki leyfð

Kaupandi velur birgja með hagkvæmustu kjörin miðað við tilboðsverð vöru og afhendingarkostnað ef við á.

Kaupendur eiga kost á að kaupa fartölvu og tengikví og/eða skjá með eiginleika tengikvíar frá sama framleiðanda. Fartölva stýrir vali á framleiðanda,  Þessi heimild gildir bæði um fartölvur sem eru keyptar samkvæmt þessum rammasamningi sem og eldri fartölvur. Heimild þessi nær ekki til kaupa á skjáum sem eru ekki með eiginleika tengikvíar.

Örútboð

Örútboð nauðsyn í hluta 1 og 2 þegar:

 • Vörur eru aðrar en þær sem eru tilgreindar í vörukörfunni.
 • Kaupandi ætlar að setja fram aðrar almennar og/eða sértækar lágmarkskröfur fyrir búnað í hluta I og/eða aukahluti í hluta II
 • Pantanir / skuldbindandi kaup yfir 50 einingar fyrir hvern vörulið í körfunni í hluta 1.
 • Einnig er kaupendum heimilt að taka þátt í sameiginlegum örútboðum fyrir fleiri en 50 einingar fyrir hvern vörulið.

Örútboð nauðsyn fyrir kaup á öllum vörum í hluta III.

 • Kaupandi setur fram sína kröfulýsingu og óskar eftir tilboðum frá þeim birgjum sem eru samþykktir.

Afhendingar

Við upphaf samnings hafa birgjar allt að sex vikur til að útvega/byggja upp lager af boðnum vörum í vörukörfu rammasamningsins.

 • Birgjar skulu geta afhent vörur innan samningsins (tölvur, búnað og aukahluti) í fyrsta lagi 6 vikum eftir töku tilboðs.

  • Kaupendum er heimilt að leggja fram pöntun á fyrstu sex vikum samningsins en ákvæði um févíti gildir ekki á fyrstu sex vikum ef birgi á ekki vöruna á lager.
 • Ef keypt er fyrir hærri upphæð en ISK 50.000 með vsk skal afhenda vöru að kostnaðarlausu til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu og á pósthús eða til viðeigandi flutningamiðstöðva til kaupenda utan höfuðborgarsvæðis.

 • Bjóðandi skal gefa upp sendingarkostnað fyrir lægri innkaup en ISK 50.000 með tilboðinu sínu. Sendingarkostnaðurinn skal vera fyrir afhendingar til kaupenda á höfuðborgarsvæðinu eða á pósthús eða til viðeigandi flutningamiðstöðva til kaupenda utan höfuðborgarsvæðis.

 • Í beinum kaupum skal seljandi afhenda vöruna samdægurs eða eigi síðar en næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram.

 • Ákvæði um afhendingu og afhendingarskilmála geta verið nánar skilgreind í örútboðum.

Verðbreytingar

 • Verðbreytingar (verðhækkanir vegna tækniuppfærslna og/eða verðlækkanir) á boðnum búnaði eru heimilar, í fyrsta lagi eftir 6 mánuði frá töku tilboðs. Slíkar breytingar verða síðan heimilar á 6 mánaða fresti á samningstíma og eru háðar samþykki Ríkiskaupa.
 • Allt að ársfjórðungslega áskilja Ríkiskaup sér rétt til að óska eftir uppfærslum á tæknilegum kröfum til viðmiðunarbúnaðar og óska eftir viðmiðunarverði á slíkum búnaði frá öllum birgjum. Ríkiskaup áskilja sér rétt til að birta slíkar upplýsingar og kynna fyrir aðilum að rammasamningi.
 • Verðbreyting vegna breytinga á gengi er heimiluð í hluta I og II og einungis ef breytingin á gengi er meiri en +/- 5%.
 • Einnig er heimilt að óska eftir verðbreytingum á aukahlutum i vörukörfunni í hluta II í samræmi við vísitölu neysluverðs. Grunngildi til útreikninga á verðbreytingum skal vera vísitala neysluverð í sept 2023 - 599,9 stig.
 • Verði gerðar breytingar af opinberri hálfu á tollum eða öðrum gjaldaákvörðunum vöru eða þjónustu sem hafa áhrif á verð hennar skal verð breytast á samsvarandi hátt skv. ósk samningsaðila.
 • Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Seljendur

Advania ehf.
Guðrúnartún 10
Sími: 4409000
Tengiliður samnings
Adolf Andersen
Tengiliður samnings
Selma Árnadóttir
Opin Kerfi
Höfðabakka 9
Sími: 570 1000
Tengiliður samnings
Trausti Eiríksson
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Björn Gunnar Birgisson
Skakkiturn
Tengiliður samnings
Sigurður Þorsteinsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.