Fara í efni

Rammasamningar

RK 17.01 Þjónusta iðnmeistara - Ríkiseignir

  • Gildir frá: 28.07.2020
  • Gildir til: 28.07.2024

Um samninginn

Þessi rammasamningur er einungis fyrir innkaup Ríkiseigna. 

Ríkiseignir senda örútboð á alla bjóðendur í þeim flokki sem við á hverju sinni.

Nýr rammasamningur um þjónustu iðnmeistara hjá Ríkiseignum  tók gildi 28.07.2020 og gildir í tvö ár. Heimilt er að framlengja samningi um 1 ár í senn, tvisvar sinnum. Samningurinn hefur verið framlengdur til 28.07.2024

Samningurinn er í níu undirflokkum eftir faggreinum og er skipt í skilgreind markaðsvæði.

Annar rammasamningur er um kaup almennra kaupenda á þjónustu iðnmeistara.  Upplýsingar um hann eru hér – undir: RK 17 Þjónusta iðnmeistara – almennir kaupendur. Kaupendur eru tilgreindir á aðildarlista að rammasamningum Ríkiskaupa.

Áður voru ofangreind kaup í einum  rammasamningi, ásamt kaupum Isavia sem Isavia hefur nú boðið út fyrir utan rammasamningakerfi Ríkiskaupa. Rammasamningurinn nær ekki til vinnu iðnaðarmanna og/eða verktaka við verkefni sem tengjast fornleifum, endurgerð og/eða vernd slíkra minja. 

Kaup innan samnings

Örútboð Þjónustusamningar ‐ verkefni undir 7 mkr.

Þjónustusamningur er boðinn út innan rammasamnings sem iðngreinaútboð. Þjónustusamningar eru um afmörkuð þjónustuverkefni, s.s. um einn þjónustuþátt í mörgum húsum eða alhliða þjónusta í einu húsi eða húsasafni. Ef óskað er eftir alhliða þjónustu skal viðkomandi iðngreinaverktaki sjá um að útvega undirverktaka þegar við á. Öll tilfallandi og áætluð viðhalds og breytingaverkefni, með áætlaðan framkvæmdakostnað undir sjö milljónum, falla undir þjónustusamninga.

Örútboð þjónustusamninga eru auglýst á rikiseignir.is og verða útboðsgögn send þeim rammasamningshöfum sem efnt geta samninginn  á viðkomandi svæði.

Ef ekki berast tilboð er heimilt að bjóða þjónustusamninginn út utan rammasamnings og þá í samræmi við 24. gr. OIL.

Örútboð verksamningur – verkefni frá 7 mkr.

Verkefni þar sem framkvæmdakostnaður er áætlaður frá 7 mkr. verða auglýst á heimasíðu Ríkiseigna og útboðsgögn send þeim aðilum innan rammasamnings sem þess óska. Ef hönnunar‐, útboðs‐ og eftirlitskostnaður er áætlaður yfir 25% af verkkostnaði er heimilt að semja við þjónustuverktaka viðkomandi fasteignar. Ef ekki berast tilboð mun kaupandi haga innkaupum í samræmi við 24. gr., ef viðmiðunarfjárhæð er undir útboðsmörkum.

Í örútboði má setja fram eftirfarandi valforsendur og vægi;

  • Verð 40‐100%
  • Reynsla 0 – 30 %
  • Gæði 0 – 30%

Ríkiseignir áskildu sér rétt til að bjóða út verkefni yfir 70 mkr. í opnu útboði. Ríkiskaupum verður falið að auglýsa öll verkefni sem boðin eru út í opnu útboði.

Upplýsingar um örútboð má finna hér.

Seljendur

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.