Fara í efni

Rammasamningar

RK 03.02 Síma- og fjarskiptaþjónusta

  • Gildir frá: 01.03.2018
  • Gildir til: 01.03.2023

Um samninginn

Samningurinn tók gildi 1. mars 2018, með gildistíma til eins árs og heilmild til framlengingar.
Samningurinn hefur nú verið framlengdur um eitt ár til 01.03.2023.

Markmið samningsins er að lækka fjarskiptakostnað og auka þjónustu opinberra fyrirtækja og stofnana, sem eru aðilar að rammasamningum ríkisins. Jafnframt er markmiðið að tryggja sem mest gæði og úrval fjarskiptaþjónustu fyrir aðila samningsins. Samið var um almennan afslátt af allri þjónustu sem fellur innan skilgreindra flokka.

Um er að ræða margvíslega þjónustu er varðar flutning á tali og gögnum um símalínu eða þráðlaus samskipti. Ennfremur tekur samningurinn til flutnings sem veittur er yfir, eða á, internetið hvort sem um er að ræða aðgang að internetinu eða vistun vefja og tengda þjónustu.

Kaupendur athugið að kaup á búnaði fellur ekki undir þennan samning, hvorki símtæki né netbúnaður.

Kaup í rammasamningi

Kaupandi getur keypt inn í rammasamningi með eftirfarandi hætti: 

1. Með beinum innkaupum - þ.e.  áætluð kaup innan samnings undir 3 m.kr. m.vsk. á ári.

Samið var við þrjá birgja í hverjum flokki um fast verð á völdum vörum og afsláttur eða fast verð af öðrum þáttum (misjafnt eftir seljendum). Kaupendur skulu kaupa af einhverjum af þeim þrem innan hvers flokks og gera verðsamanburð milli þeirra m.v. uppgefin kjör í tilboði.

Ríkiskaup hafa sett upp REIKNIVÉL á lokaða svæðinu fyrir innskráða notendur sem á að hjálpa kaupendum að gera samanburð – athugið að reiknivélin sýnir samt aðeins áætlaða nálgun þar sem notkun milli stofnana er misjöfn.

Bein kaup Talsímaþjónusta Farsímaþjónusta Internet Gagnaflutningur
Nova hf. X  X    
Origo hf. (áður Nýherji)        X
Síminn hf.  X  X  X  X
TRS ehf.      X  
 Sýn hf. (áður Vodafone/Fjarskipti)   X  X  X  X

 

2. Með örútboði

Örútboð skulu send á þá aðila sem falla innan hvers þjónustuflokks. Gera skal grein fyrir því hvað skal kaupa og í áætluðu magni. Sjá nánar hér að neðan um framkvæmd örútboða.

 Kaup með örútboðum Talsíma- og
farsímaþjónusta
Internetþjónusta Gagnatengingar
Nova hf.  X  X X
Origo hf. (áður Nýherji)    X  X
Síminn hf.  X  X  X
 TRS ehf.    X  X
 Sýn hf. (áður Vodafone/Fjarskipti)   X  X  X


3. Með þátttöku í sameiginlegu örútboði

Tveimur eða fleiri kaupendum er heimilt að fara saman í örútboð séu heildarviðskipti þeirra áætluð yfir 3 m.kr. á ári m.vsk.

Um örútboð

Öll einstök kaup þar sem fyrirhuguð samningsfjárhæð er yfir 3 milljónir króna m/vsk. á ári, skulu boðin út innan rammasamningsins í svokölluðu örútboði. Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. útfærslu, tímaáætlun og heildarverð. Við val á tilboði í örútboði skulu kaupendur ganga út frá hagstæðasta tilboði skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til vöru og/eða þjónustu.

Valforsendur sem bjóðandi getur stillt upp í örútboði eru eftirfarandi:

  • Lægsta verð (gildir 40-100%) – sjá 1. mgr. 79. gr. OIL.
  • Gæði vöru og þjónustu (gildir 0-50%) sem hlutfall á móti verði – sbr. 79. gr. OIL.
  • Minnsti kostnaður sbr. 79. gr. OIL. 
  • Þjónustustig, t.d. forgangsþjónusta (gildir 0-50%)
  • Umhverfisskilyrði (gildir 0-50%)
  • Vottun óháðra aðila (gildir 0-50%

Örútboð skulu eingöngu framkvæmd innan rammasamnings milli þeirra rammasamningsaðila sem efnt geta samninginn. Örútboð getur farið fram hvort heldur með rafrænum hætti eða skriflegum. Þá er stutt lýsing á tilteknu verkefni send til rammasamningsaðila og óskað eftir t.d. föstu tilboðsverði eða hámarksverði í tiltekið verkefni (kaup), að almennum kröfum rammasamnings og sértækum kröfum verkefnisins uppfylltum. Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar tæknilegt og fjárhaglegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins. 

Kaupendur sem skipta um birgja vegna nýs samnings skulu verða fyrir sem minnstu raski við breytinguna.

Útskiptikostnaður skal vera innifalinn í tilboði bjóðenda. Bjóðendur skulu m.a. mæta á starfsstöð kaupanda og aðstoða starfsmenn kaupanda við að endurnýja rafræn skilríki á nýjum SIM kortum. Einnig skal útskipting á endabúnaði vera gerð í samræmi við kaupanda og framkvæmd á tíma sem veldur sem minnstu raski á starfsemi kaupanda. Við skipti á þjónustuaðila skal væntanlegur þjónustuaðili útbúa svokallaða útskiptiáætlun í samráði við viðkomandi kaupanda svo röskun á starfsemi kaupanda verði sem minnst.

Aðrir skilmálar sem rammasamningsútboðið tekur til

Verðbreytingar á þjónustum innan samnings eru heimilar einu sinni á ári og munu þá taka gildi 1. mars hvers árs svo framarlega sem samningur sé framlengdur.

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Vistvæn skilyrði, umhverfis og gæðastaðlar

Kaupum á boðinni vöru og þjónustu er ætlað að vera í samræmi við stefnu ríkisins varðandi vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.

Bjóðandi skal vinna eftir gæðakerfi staðfest með vottun eða með öðrum gögnum eftir því sem við á.  

Seljendur

Nova hf.
Lágmúli 9
Sími: 5191000
Tengiliður samnings
Brjánn Jónsson
Origo ehf.
Borgartún 37
Sími: 5161000
Tengiliður samnings
Emil Gunnar Einarsson
Síminn hf.
Ármúla 25
Sími: 5506000
Tengiliður samnings
Grétar J. Stephensen
Sýn hf. (áður Vodafone/Fjarskipti)
Suðurlandsbraut 8
Sími: 5999000
Tengiliður samnings
Margrét Huld Einarsdóttir
TRS ehf.
Eyrarvegur 37
Sími: 4803300
Tengiliður samnings
Gunnar Bragi Þorsteinsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.