RK 14.23 Rekstrarráðgjöf
- Gildir frá: 14.11.2018
- Gildir til: 15.11.2020
Um samninginn
Nýr samningur tók gildi 14.11.2018 og er gildistíminn eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum.
Samningurinn hefur verið framlengdur í fyrsta sinn til 15.11.2020.
Rammasamningur var að þessu sinni gerður við 11 aðila innan 5 flokka:
1. Stjórnun og stefnumótun ( 10 samningsaðilar)
2. Rekstrarráðgjöf um aðferðir, ferla, breytingar og uppbyggingu ( 9 samningsaðili)
3. Ráðgjöf um mannauðsmál og ráðningar (6 samningsaðilar)
4. Viðskipta- og stjórnunarráðgjöf (10 samningsaðilar)
5. Fjármálaráðgjöf ( 7 samningsaðilar)
Kaup innan samnings
Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:
- a. Ef verkefni er áætlað undir 100 tímar: Með beinum kaupum á þeim kjörum sem koma fram á sérstökum lista samningsaðila sem finna má á heimasíðu Ríkiskaupa. Á þessum lista koma fram boðin verð og heildareinkunnir bjóðenda ásamt einkunnum sem viðkomandi aðili fékk fyrir valforsendurnar „verð“, „reynsla“ og „afkastageta“. Skal ætíð snúa sér fyrst að þeim sem hæstu heildareinkunn hlaut innan hvers flokks. Ef sá aðili getur ekki tekið verkefnið að sér (t.d. sökum anna) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli.
Verðbreytingar skv. kafla 6.9 koma inn í útreikning heildareinkunnar og hafa þannig áhrif á forgangsröð rammasamningshafa. Rammasamningshafi sem lækkar verð sitt á grundvelli kafla 6.9 getur þannig hækkað á listanum.
- b. Ef verkefni er áætlað yfir 100 tímar: Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.
Um framkvæmd örútboða
Ef einstök kaup fara yfir 100 tíma vinnu skal bjóða verkið út í örútboði. Forsendur sem bjóðendur geta sett fram í matslíkani örútboðs eru eftirfarandi:- Verð (tímaverð, fast verð eða hámarksverð) (30-100%)
- Þjónustugeta (0-50%)
- Afhendingartími (0-50%)
- Sérþekking (0-50%)
- Reynsla (0-50%)
- Fyrri verkefni (0-50%)
- Umsagnir um fyrri verk (0-50%)
- Gæðavottun (0-50%)
Seljendur
Skoða kjör
Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.