Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.23 Rekstrarráðgjöf

 • Gildir frá: 14.11.2018
 • Gildir til: 15.11.2020

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 14.11.2018 og er gildistíminn eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár þrisvar sinnum. 
 
Samningurinn hefur verið framlengdur í fyrsta sinn til 15.11.2020.
 

Rammasamningur var að þessu sinni gerður við 11 aðila innan 5 flokka:
1. Stjórnun og stefnumótun ( 10 samningsaðilar)
2. Rekstrarráðgjöf um aðferðir, ferla, breytingar og uppbyggingu ( 9 samningsaðili)
3. Ráðgjöf um mannauðsmál og ráðningar (6 samningsaðilar)
4. Viðskipta- og stjórnunarráðgjöf (10 samningsaðilar)
5. Fjármálaráðgjöf ( 7 samningsaðilar)

Kaup innan samnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi: 

 • a. Ef verkefni er áætlað undir 100 tímar: Með beinum kaupum á þeim kjörum sem koma fram á sérstökum lista samningsaðila sem finna má á heimasíðu Ríkiskaupa. Á þessum lista koma fram boðin verð og heildareinkunnir bjóðenda ásamt einkunnum sem viðkomandi aðili fékk fyrir valforsendurnar „verð“, „reynsla“ og „afkastageta“. Skal ætíð snúa sér fyrst að þeim sem hæstu heildareinkunn hlaut innan hvers flokks. Ef sá aðili getur ekki tekið verkefnið að sér (t.d. sökum anna) skal velja þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. 
 
Verðbreytingar skv. kafla 6.9 koma inn í útreikning heildareinkunnar og hafa þannig áhrif á forgangsröð rammasamningshafa. Rammasamningshafi sem lækkar verð sitt á grundvelli kafla 6.9 getur þannig hækkað á listanum. 
 
 • b. Ef verkefni er áætlað yfir 100 tímar: Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan. 

Um framkvæmd örútboða

Ef einstök kaup fara yfir 100 tíma vinnu skal bjóða verkið út í örútboði. Forsendur sem bjóðendur geta sett fram í matslíkani örútboðs eru eftirfarandi: 
 • Verð (tímaverð, fast verð eða hámarksverð) (30-100%)
 • Þjónustugeta (0-50%) 
 • Afhendingartími (0-50%) 
 • Sérþekking (0-50%) 
 • Reynsla (0-50%)
 • Fyrri verkefni (0-50%) 
 • Umsagnir um fyrri verk (0-50%) 
 • Gæðavottun (0-50%)
 Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði. Byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda.

Seljendur

Analyctica ehf
Sími: 5278800
Tengiliður samnings
Yngvi Harðarson
CEO Huxun
Ofanleiti 2
Sími: 5711021
Tengiliður samnings
Gunnhildur Arnardóttir
Crayon Islandi
Bergstaðastræti 29
Sími: 8590757
Tengiliður samnings
Guðmundur Aðalsteinsson
Deloitte ehf.
Smáratorgi 3
Sími: 5803000
Tengiliður samnings
Þorsteinn Pétur Guðjónsson,
Enor ehf
Hafnarstræti 53
Sími: 4301800
Tengiliður samnings
Davíð Búi Halldórsson
Ernst & Young hf
Borgartúni 30
Sími: 5952500
Tengiliður samnings
Guðjón Norðfjörð
FMC ehf
Sími: 6998075
Tengiliður samnings
Stefán Þórarinsson
Intellecta ehf
Sími: 5111225
Tengiliður samnings
Kristján B. Einarsson
Inventus ehf
Sími: 7707507
Tengiliður samnings
Rakel Heiðmarsdóttir
KPMG hf
Borgartun 27
Sími: 5456000
Tengiliður samnings
Benedikt Magnússon
Strategia ehf.
Suðurlandsbraut 22
Sími: 7704121
Tengiliður samnings
Guðrún Ragnarsdóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.