Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.25 Öryggisþjónusta

  • Gildir frá: 16.07.2018
  • Gildir til: 31.07.2022

Um samninginn

Rammasamningur um öryggisþjónustu tók gildi 16. júlí 2019, samningurinn er með 1 árs heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.
Samningnum hefur verið framlengt  um eitt ár og gildir til 31.júlí 2022.

Tegundir þjónustu
Viðskiptavinir sem þurfa á öryggisgæslu að halda hafa mismunandi óskir og þarfir. Sum fyrirtæki og stofnanir þurfa á mannaðri öryggisgæslu að halda, hvort sem er allan sólarhringinn, eingöngu á skrifstofutíma, eða eingöngu utan skrifstofutíma.

Hópur kaupenda þurfa fjargæslu, þ.e. að öryggisfyrirtæki vakti öryggiskerfi frá stjórnstöð.

Margir kaupendur þurfa öryggisþjónustu vegna flutnings verðmæta sem krefst fylgdar öryggisvarða.

Kaupendur gætu þurft á óháðri öryggisráðgjöf að halda þar sem lagðar eru fram hugmyndir og lausnir fyrir hvern og einn. Samningnum er skipt í 4 (fjóra) flokka öryggisþjónustu og selja seljendur annað hvort öryggisþjónustu í flokkum 1, 2 og 3 eða bjóða óháða öryggisráðgjöf í flokk 4.

Ekki er um afsláttarsamning að ræða.

Flokkur 1 - Mönnuð öryggisgæsla

Gæsla sem felur í sér veru öryggisvarða á staðnum á fyrirfram skilgreindum tímum. Mönnuð gæsla tekur til allrar gæslu sem krefst viðveru öryggisvarða. Móttökuþjónusta, eftirlit með fólksumferð, reglulegt eða tilfallandi eftirlit með fasteignum og lausamunum ásamt tilfallandi þjónustuverkefnum er innan þessa flokks. Slík öryggisgæsla getur verið viðvera öryggisvarða á stað sem vakta skal allan sólarhringinn, eingöngu á opnunartíma, utan opnunartíma eða á öðrum þeim tíma sem kaupandi óskar. Þessi flokkur tekur einnig til öryggisgæslu á ráðstefnum, fundum eða öðrum við líka atburðum þar sem óskað er mannaðrar öryggisgæslu í nánar tiltekinn tíma.

Flokkur 2 - Fjargæsla

Þessi flokkur tekur til vöktunar öryggiskerfa frá stjórnstöð. Megináhersla þessa flokks er vöktun á búnaði sem er hjá kaupanda þjónustunnar og viðbrögð þjónustuaðila við boðum og útköllum frá þeim búnaði. Í þessu felst m.a. þjónusta við tengingu búnaðar sem er til staðar, viðhald búnaðarins, prófanir og vöktun.

Þjónusta bjóðanda innan þessa flokks skal hið minnsta taka til vöktunar á brunaboðum, boðum um innbrot, vatnsleka, gasleka o.þ.h.  Fjöldi búnaðareininga sem vaktaðar eru í hverju tilviki fyrir sig fer efir óskum kaupenda hverju sinni. Fjarvöktunarþjónusta skal einnig taka til þess að hafa samband við slökkvilið eða lögreglu í viðeigandi tilfellum þegar neyðarboð hefur verið sannreynt (í einstaka tilfellum getur þó verið að beint samband sé haft við lögreglu eða slökkvilið t.d. ákveðin árásarboð og brunaboð sem slökkvilið hefur skilgreint á þann hátt).

Lyklavarsla og öryggisgeymsla ýmisskonar eru einnig innan þessa flokks.

Flokkur 3 - Flutningur verðmæta

Innan þessa flokks er allur flutningur verðmæta sem framkvæmdur er af öryggisvörðum eða krefst fylgdar öryggisvarða.

Samið var við tvo aðila, Securitas og Öryggismiðstöðina í flokkum 1, 2 og 3.

 

Athugið að þessi upptalning hér að framan er ekki tæmandi. Gert er ráð fyrir að öll þjónusta bjóðanda sem getur fallið undir þessa flokka sé hluti af tilboði hans.

Kaup í rammasamningi

Kaupandi skal kaupa í rammasamningi:
a) Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsverði seljenda.

b) Fari einstök kaup eða samningsfjárhæð yfir 1 milljón kr. (án vsk.) á samningstíma skulu kaupin boðin út í örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamningshafa sem efnt geta samninginn. Sjá nánari umfjöllun um örútboð hér fyrir neðan.

Um örútboð og framkvæmd þeirra

 

Seljendur

Securitas hf.
Skeifan 8
Sími: 5807000
Tengiliður samnings
Hlynur Rúnarsson
Öryggismiðstöð Íslands hf.
Askalind 1
Sími: 5702400
Tengiliður samnings
Kristinn Loftur Einarsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.