Fara í efni

Rammasamningar

RK 14.28 Flugsæti - Millilanda- og innanlandsfargjöld

 • Gildir frá: 06.02.2017
 • Gildir til: 31.12.2022

Um samninginn

Samningur um afsláttarkjör á millilanda- og innanlandsfargjöldum tók gildi 6.2.2017. Samningnum hefur verið framlengt til 31.12.2022.

Eftir 16. mars 2021 verður veittur afsláttur af innanlandsflugi fyrir aðila að rammasamningum við bókun á www.icelandair.is Air Iceland Connect og Icelandair munu sameinast undir nafni Icelandair þann 16. mars n.k. Eftir þann tíma verða öll flug þ.m.t. innanlandsflug bókanleg á www.icelandair.is
Við bókun verður veittur afsláttur af Economy Flex fargjöldum fyrir aðila að rammasamningum, ekki verður veittur afsláttur af öðrum fargjöldum.

Hverjir eru aðilar?

Ríkisstofnanir og aðrir rammasamningsaðilar að undanskildum sveitarfélögum. 

Markmið samningsins 

Ríkisstofnunum er gert að minnka ferðakostnað með því að skipuleggja flugferðir tímanlega og leita hagvæmustu verða samhliða því að uppfylla þær kröfur sem ferðakostnaðanefnd á vegum Fjármála- og efnahagsráðuneytisins gerir í leiðbeiningum sínum. Tilgangur þessa samnings var að semja fyrir hönd ríkisstofnana um fastan afslátt af flugfargjöldum í samræmi við þessar kröfur.  

Bent er á að flugkostnaður er aðeins einn hluti heildar ferðarkostnaðar stofnana. Því er lægsta flugfargjald ekki alltaf hagkvæmast fyrir viðkomandi kaupanda. Hver ferð er einstök og þarfir kaupanda (stofnunar) geta verið mismunandi hvað varðar brottfarar- og komutíma, áfangastað, heildartíma ferðar, heildartíma frá vinnu, ferðatilhögun, tengiflug, heildarkostnað ferðar, aðra þjónustu, greiðslur dagpeninga og fleira. 

Fylgja skal gildandi reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins hverju sinni. 
ATH - Verið er að ganga frá uppfærðum reglum þar sem fram munu koma ákvæði um vildarkjör.

Samningsskilmálar 

Kaupandi (ríkið) áskilur sér rétt til að panta allt að 20% flugfargjalda sinna fyrir utan þennan samning til að mæta sértækum kröfum sínum

 • Boðinn er fastur afsláttur í allar leiðir viðkomandi flugfélaga frá og til KEF. Afslátturinn gildir af grunnverði miðans (basic rate, án skatta og annara gjalda), í öllum bókunar- og farrýmisflokkum.
 • Neyðarsímaþjónusta er í boði allan sólarhringinn, alla daga vikunnar – á íslensku og/eða ensku.
 • Aðgangur að bókunar- og leitarvél (Amadeus).
 • Óski kaupandi þess býður seljandi upp á ókeypis þjálfun á bókunar- og leitarvél.
 • Mánaðarlegt yfirlit flugferða verður sent til hvers kaupanda og/eða veittur aðgangur að viðskiptasíðu viðkomandi kaupanda á netinu, þar sem eftirfarandi kemur fram. Sama yfirlit er sent Ríkiskaupum mánaðarlega:
  - Nafn og kennitala stofnunar
  - Nafn þess sem ferðast/starfsmanns
  - Flugvellir sem flogið er til og frá
  - Dagsetning og tímasetning flugs
  - Verð flugs og afsláttur
  - Farþegarýmis-kóði
 • Boðinn afsláttur fargjalda gildir fyrir almenn farrými og einnig önnur farrými
 • Boðið fargjald er fyrir aðra leið/einn legg og ekki er skylt að bóka fargjald fram og til baka frá sama áfangastað.
 • Við bókun getur kaupandi framkvæmt sætapöntun.
 • Boðin flug þurfa ekki að vera bein flug.
 • Innifalið í verði skulu vera:
  - Hvers kyns bókunar- og/eða þjónustugjöld.
  - Skattar og hvers kyns opinber gjöld, eldsneytisgjöld, flugvalllargjöld og önnur gjöld.
  - Innritaður farangur: ein minnst 20 kg taska.
  - Handfarangur mest 10 kg.
  - Bil milli sætaraða minnst 74 cm og breidd sæta minnst 43 cm.
  - Farmiði tekinn frá minnst 24 klst meðan leitað er staðfestingar ferðalangs.
  - Persónuleg neyðarþjónusta í síma allan sólarhringinn á íslensku og/eða ensku. 

Hvernig kaupir ríkisstofnun millilanda-flugfargjöld á afslætti?

 • Kaupendur fá aðgang að leitar- og bókunarvél hjá seljendum.
 • Seljendur úthluta kaupendum einnig kóða sem nota þarf við pöntun á flugfargjöldum.
 • Innskráðir kaupendur geta nálgast nánari upplýsingar hér til hliðarneðan undir ,,Skoða kjör".

Seljendur

Icelandair ehf.
Reykjavíkurflugvelli
Sími: 5050100
Tengiliður samnings
Sigríður Björnsdóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.