Fara í efni

Rammasamningar

RK 09.02 Bleiur, undirlegg og dömubindi

 • Gildir frá: 01.11.2018
 • Gildir til: 01.11.2022

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 1. nóvember 2018 og gildir í eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum til eins árs í senn.  Samningur er gerður í kjölfar útboðs nr. 20663.

Búið er að framlengja í þriðja sinn  til 01.11.2022.

Samningurinn að þessu sinni er afsláttarsamningur þar sem samið er um ákveðinn lágmarksafslátt í undirflokkunum og um kostnað við heimsendingu.
Á móti kemur að gerð er krafa á kaupendur um að fara í örútboð milli samningsaðila til að virkja samkeppni og tryggja bestu kjör hverju sinni.

Vöruflokkar 

Samningnum er skipt í eftirfarandi flokka: 

A Opnar bleiur án öndunar.
B Opnar bleiur með öndun.
C Bleiur með beltisfestingu.
D Buxnableiur heilar.
E Buxnableiur með límfestingu/riflás.
F Buxnableiur, mjög rakadrægar með endurlokanlegri festingu.
G Lekabindi og lekableiur. 
H Barnableiur með lími/riflás.
I Netbuxur.
J Undirlegg/undirbreiðslur.

Kaup innan samnings 

Kaup innan samnings geta farið fram með tvenns konar hætti:

 • Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Ávallt skal gera hagstæðustu kaup innan samnings.

Eða

 • Í þeim tilvikum sem skilmálar rammasamningsins eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram varðandi t.d. magn, ítarlegri tæknikröfur, prófanir á vöru fara fram samkvæmt Likert skala, tímabil afhendinga og eða afhendingaskilmála, í samræmi við reglur um örútboð sem fram koma í kafla 6.2.2. útboðslýsingar.

Leiðbeiningar til kaupenda vegna örútboða

Áskilinn er réttur til að gera ríkari kröfur til seljenda og vöru í örútboðum, eftir eðli og umfangi innkaupa.

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings.

Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur: 

a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.

b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.

c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út. d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta. Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu.

Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Framkvæmd örútboðs og leyfilegar valforsendur

Forsendur sem bjóðendur geta, sett fram í matslíkani örútboðs eru eftirfarandi:

 • Verð  50-100%
 • Gæði (þjónustu og/eða vöru)  0-50%
 • Frekari þjónusta/þjónustuþættir, t.d. heimsending vöru 0-50%
 • Þjónustustig, t.d. forgangsþjónusta  0-50%
 • Umhverfisþættir t.d. umhverfisvottun, PVC fríar vörur o.fl. 0-50%

Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði. Byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal bjóðandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda. 

Kaupendur geta einnig gert auknar hæfiskröfur til seljanda og haft ofangreind atriði sem ófrávíkjanlegar kröfur í örútboði þ.e. kröfur sem ekki eru tilgreindar í útboði þessu. Áskilnaður er því um að skilgreina nánar tæknilegt hæfi bjóðenda eftir eðli og umfangi verkefnisins.

Við mat á boðinni vöru í örútboði áskilja heilbrigðisstofnanirnar (kaupendur) sér rétt til klinískrar prófunar á boðinni vöru með það í huga að staðfesta að hún standist allar skal kröfur útboðsins og gefa henni einkunn á grundvelli þess hversu hagkvæm boðin vara virkar fyrir fyrirhugaða notkun. Ef það kemur í ljós við prófun að boðin vara er ekki í samræmi við útboðslýsingu, er gölluð eða telst á annan hátt ótæk fyrir frekari prófun áskilja kaupendur sér rétt á að hafna tilboði bjóðanda. 

Hið klíníska mat verður framkvæmt af fagfólki kaupanda.  Þar sem því verður við komið verður stuðst við Likert-skala eða sambærilegan hlutlægan mælikvarða við mat á vöru. Gefin verða stig frá 1-5 þar sem 1 er lægst en 5 er hæst, fyrir hverja þarf kröfu. Stigin eru lögð saman og hlutfall þeirra á móti mögulegum stigum í boði gefur stigafjölda fyrir þarf kröfur. Ef vara hefur engar þarf kröfur aðeins skal kröfur þá gildir einungis verð til einkunnar að því gefnu að varan standist allar skal kröfur. Þarf kröfur eru skilgreindar nánar í örútboðinu.

Fyrir hvern verð-, þjónustu – og/eða gæðaþátt sem beðið er um skulu gefin fyrirfram ákveðin stig til einkunnar (prósenta) þannig að bjóðanda sé við tilboðsgerð ljóst hvaða einkunn hver þáttur fær í matslíkani.

 Við val á tilboði í örútboði skulu kaupendur ganga út frá hagstæðasta tilboði skv. valforsendum örútboðsins að uppfylltum viðbótarkröfum til vöru og/eða þjónustu.  

Verð og verðbreytingar ákvæði

 Samningsverð við birgja koma fram í samningum og exel-skjali á lokaða svæðinu fyrir kaupendur – sjá „Skoða kjör“.

Á samningstíma eru verðbreytingar heimilar ársfjórðungslega, 1. mars, 1. júní, 1. september og 1. desember. Ef breytingar á meðaltali miðgengis viðmiðunargjaldmiðils undanfarandi mánaðar eru minni en +/- 3% frá gildandi gengi er verð óbreytt annars breytist það í samræmi við gengisbreytingarnar. Breytt samningsverð mynda nýjan grunn fyrir verðbreytingar í samningnum.

Viðmiðunarverð samningsverða var upphaflega miðgengi Seðlabanka Íslands d.28.06.2020.

 • Rekstaravörur   : 1  Eur  =  124,4
 • Olís                        :  1 DKK = 16,149

Olís fékk samþykkta verðhækkun,  dags. 5.3.2019 um 10,63% -  og tók þá við nýtt viðmiðunargengi samningsverða Olís, 1 DKK = 18,243 ISK

Olís fékk samþykkta verðhækkun, dags 10.11.2021 og tók þá við nýtt viðmiðunargengi samningsverða Olís, 1 DKK = 20,222 ISK 

Seljendur

Rekstrarvörur ehf.
Réttarhálsi 2
Sími: 5206666
Tengiliður samnings
Kristbjörn Jónsson
Stórkaup
Skútuvogi 9
Sími: 5151500
Tengiliður samnings

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.