Fara í efni

Rammasamningar

RK 08.02 Almenn matvara

 • Gildir frá: 12.06.2019
 • Gildir til: 13.06.2022

Um samninginn

Nýr samningur tók gildi 12. júní 2019 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar að hámarki 2 x 1 ár og getur því lengst orðið 4 ár. Samningurinn gildir nú til 13.6.2022. 

Rammasamningur þessi tekur til kaupa á almennum matvælum öðrum en fiski og kjöti, s.s þurrvöru, drykkjarvöru, frystivöru, niðursuðuvöru og ferskvöru. Samningnum er skipt í 16 hluta/flokka og eitt eða fleiri USPSC flokkar og undirflokka (class):

 Ávextir og ber - ferskt og þurrkað            

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50300000, 50310000, 50320000 og 50330000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Appelsínur
 • Avocadó 
 • Ber
 • Epli
 • Ferskir ávextir
 • Jarðaber
 • Mandarínur
 • Melónur
 • Þurrkaðir ávextir

Ávextir og ber - frosið   

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50340000, 50350000 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Appelsínur

 • Avocadó 

 • Ber

 • Epli

 • Frosin ber

 • Frosnir ávextir

 • Jarðaber

 • Mandarínur

 • Melónur

Brauð og bökunarvörur

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50180000 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Brauð, ferskt eða frosið
 • Forbakaðar bökunarvörur
 • Frosnar tilbúnar bökunarvörur
 • Ger
 • Hrökk brauð
 • Kex, smákökur
 • Tilbúnar bökunarvörur

Drykkjarvörur

 • Átappað vatn, með/án bragðefna
 • Ávaxta/grænmetis safar
 • Gosdrykkir
 • Íþrótta- og orkudrykkir
 • Kaffi og te
 • Pressaðir ávaxtasafar
 • Þykkni

Undanskiliði er undirflokkur UNSPSC 50202200, áfengir drykkir. 

Egg       

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50131600 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Eggjahvítur
 • Eggjamassi
 • Eggjarauður 
 • Fersk egg frá lausagönguhænum
 • Fersk egg í skurn
 • Lífrænt vottuð egg

Ferskar mjólkurvörur og smjör  

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50131700 og 50131800 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Bragðbættar mjólkurvörur
 • jógúrt, skyr og aðrar unnar mjólkurvörur
 • Laktósa frí mjólk
 • Lífræn mjólk
 • Mjólk
 • Mjólk með aukið geymslu þol 
 • Ostalíki
 • Ostar - náttúrlegir og unnir 
 • Rjómi, jurtajómi, matreiðslurjómi
 • Smjör
 • Smjörlíki og viðbit
 • Þurrmjólkurvörur, duftmjólk
 • Undanrenna

Grænmeti - ferskt og þurrkað   

Til flokksins teljast vörur undir UNSPSC flokka númer 50400000, 50410000, 50420000 og 50430000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Baunir 
 • Ferskt grænmeti
 • Þurrkað grænmeti

Grænmeti - frosið           

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50440000 og 50450000 og undirflokkar (class), þar á meðal: 

 • Frosið grænmeti 

Hnetur og fræ 

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50100000 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Hnetur og fræ
 • Óristaðar hnetur og fræ
 • Pekanhnetur
 • Ristaðar hnetur og fræ
 • Salthnetur
 • Sesamfræ

Kornvörur        

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50220000 og undirflokkar, þar á meðal:

 • Bygg 
 • Hrísgrjón
 • Hveiti og malaðar vörur
 • Kornvörur
 • Unnið kornmeti (morgunkorn og stangir)

Kryddblöndur og þrávarnarefni

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC eru 50170000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Edik og matarvín
 • Ferskar og/eða Þurkkaðar kryddjurtir
 • Krydd
 • Kryddblöndur og þrávarnarefni
 • Kryddlegir
 • Majónes
 • Pipar
 • Salt
 • Sósu kraftar, pakkasósur
 • Sósur úr majonesi
 • Sósur, í krukkum, dósum
 • Þrávarnarefni
 • Tilbúnar sósur, salatsósur, kokteilsósur,

Matarolíur og feiti           

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50150000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Djúpsteikingar feiti
 • Feiti
 • Grænmetisolía
 • Matarolíur
 • Olívuolía
 • Soja mjólk

Niðursoðið grænmeti og ávextir               

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50360000, 50370000, 50380000, 50390000  og 50460000, 50470000, 50480000, 50490000 og undirflokkar, þar á meðal:

 •  Niðursoðið grænmeti
 • Niðursoðnir ávextir
 • Púrrur, ávaxta eða grænmeti

Næringadrykkir og vítamín, fæðubótaefni           

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50501600 og undirflokkar (class), þar á meðal: 

 • Fæðubótarefni
 • Kalk
 • Næringadrykkir
 • Omega-3 
 • Vítamín

Súkkulaði, sykur, sætuefni og konfekt/sælgæti 

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50160000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Konfekt/sælgæti
 • Sætuefni
 • Súkkulaði
 • Sykur

Tilbúnar matvörur           

Til flokksins teljast vörur í UNSPSC 50190000 og undirflokkar, þar á meðal: 

 • Álegg
 • Búðingar og eftirréttagrunnar
 • Desertar og eftirréttir
 • Foreldaðar matvörur frosnar eða tilbúnar til neyslu
 • Frosnir grænmetisréttir
 • Ís
 • Kartöfluflögur
 • Núðlur
 • Pasta
 • Snakk,
 • Sultur, marmelaði, hunang og hnetusmjör
 • Tilbúin salöt eða samlokur  
 • Tilbúnar sósur
 • Tilbúnar súpur, í pakka eða dósum 
 • Tilbúnir grænmetisréttir

Vöruframboð í flokknum eiga við aðrar vörur en kjöt og fisk  (sjá RK 08.03 Kjöt og fiskur)

Um kaup í rammasamningi

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi annað hvort: 

 • a. Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum. Við bein kaup í rammasamningi skulu kaupendur gera samanburð á samningsbundnum kjörum, fyrirliggjandi vörum og verði seljenda o.fl.
 • b. Bjóða skal út með örútboði innan rammasamnings milli þeirra rammasamninghafa sem efnt geta samninginn.

Kaupendur áskilja sér rétt til þess á samningstíma að kaupa þær vörur og það magn sem endurspeglar þarfir þeirra og óskir á hverjum tíma. Eftirfarandi valforsendu, ein eða fleiri, sem kaupendur geta sett fram eru:

 • Fast verð eða hámarksverð, kílóverð eða einingaverð (0-100%)
 • Magn (0-100%)
 • Innihaldsefni (0-100%)
 • Hollustu merkingar (0-100%) 
 • Vistferill (0-100%)
 • Lífrænt vottað(0-100%)
 • Þjónustugeta (0-100%)
 • Viðbragðstími (0-100%)
 • Afgreiðslutími (0-100%)
 • Afhending (0-100%)
 • Sendingarkostnaður (0-100%)
 • Hraðþjónusta (0-100%)
 • Umhverfisskilyrði (0-100%)
 • Sérþekking (0-100%)
 • Lagerstaða (0-100%)
 • Kolefnisspor (0-100%)
 • Pakkningastærð (0-100%)
Afhending og afhendingarskilmálar

Kaupendur munu panta beint frá seljanda nema sérstaklega sé um annað samið. Gerð er skilyrðislaus krafa um að einungis verði afhent, á starfsstað kaupanda, úrvals hráefni. Vara sem fullnægir ekki kröfum sem gerðar eru, skal seljandi fjarlægja á eigin kostnað. 

Bifreiðar og tæki skulu ávallt vera hrein og snyrtileg. Seljanda er aldrei heimilt að koma með bifreið á afhendingarstað sem ekki hefur fullgild leyfi þar til bærra yfirvalda til notkunar (bifreiðaskoðunar og eða Vinnueftirlits), né heldur ef það er í ólagi á nokkurn hátt, lekur olíu eða öðrum vökva, pústkerfi er í ólagi, eða er með öðrum hætti þannig að það getur mengað, verið hættulegt, eða verið til ama umfram það sem tæki í lagi myndi vera.

Ef keypt er fyrir hærri upphæð en kr. 20.000,‐ (án vsk.) skal gengið út frá því að afhending sé gjaldfrjáls frá seljanda til kaupenda, á pósthús eða til viðeigandi flutningamiðstöðva ef afhendingastaður er innan við 50 km frá næstu starfsstöð bjóðanda. Seljandi skal ávallt upplýsa kaupanda hver sendingakostnaður er.

Kaupendum er heimilt að semja um afhendingu og afhendingarskilmála við seljendur í rammasamningi þessum. 

Almennt skal seljandi afhenda vöruna samdægurs eða eigi síðar en næsta virka dag eftir að pöntun er lögð fram nema um annað fyrirkomulag sé samið. Seljandi skal afhenda allar pantanir á viðkomandi starfsstað, þ.e. á notkunarstað, eins og tekið er fram við gerð pöntunar og er þá miðað við að vörur séu afhentar á tímabilinu klukkan 07:00 til klukkan 14:00 eða eftir nánara samkomulagi við kaupanda.

 Um framkvæmd örútboða

Örútboð er innkaupaferli þar sem kaupandi leitar, með hæfilegum fyrirvara skriflegra tilboða meðal tiltekinna rammasamningshafa um skilmála sem ekki hefur verið mælt fyrir um í viðkomandi rammasamningi og lýkur jafnan með samningi við þann bjóðanda sem leggur fram besta tilboðið á grundvelli þeirra valforsendna sem fram koma í útboðsskilmálum rammasamningsins.

Ef skilmálar rammasamnings eru ákveðnir er heimilt að gera einstaka samninga við rammasamningshafa í samræmi við ákvæði rammasamnings. Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur:

a. Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.

b. Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.

c. Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.

d. Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Umhverfisskilyrði og umhverfisvottun

Að undanförnu hefur verið lögð aukin áhersla á vistvæn innkaup enda snúast vistvæn innkaup um: „Að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líftímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf.“ Hugtakið vistvæn skilyrði er notað sem yfirhugtak skilyrða sem taka tillit til matvælavottana, umhverfisskilyrða, gæðakrafna og annarra þátta sem skaða ekki umhverfi eða heilsu manna.

Í innkaupum er m.a. stuðst við viðmið umhverfisskilyrða og gátlista eða sambærilegt. Lög og stefnur íslenska ríkisins undanfarin ár endurspegla aukna áherslu á vistvæn opinber innkaup. Í innkaupastefnu ríkisins segir m.a. að við innkaup skuli tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Þetta er einnig undirstrikað í lögum um opinber innkaup og stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Komi í ljós á samningstímanum að framleiðsla boðinnar vöru eða framkvæmd boðinnar þjónustu veldur umhverfisspjöllum áskilur kaupandi sér rétt til að rifta samningi án fyrirvara.

Þeir seljendur sem bjóða lífrænt framleidda vöru hafa skuldbundið sig til að uppfylla lágmarksskilyrði grunnviðmiðanna. 

Innkaupastefna matvæla fyrir Ríkisaðila

Hægt er að kynna sér matvælastefnu fyrir Ríkísaðila hér   Matvælastefna Ríkisaðila

Seljendur

Arna ehf.
Tengiliður samnings
Sigurður Mikaelsson
Ásbjörn Ólafsson ehf.
Köllunarklettsvegi 6
Sími: 4141100
Tengiliður samnings
Karl Ómar Jónsson
Merkingar
Lífrænt
Umhverfismerkt
Coca-Cola Eur.Partn. Ísland ehf.
Stuðlahálsi 1
Sími: 5252500
Tengiliður samnings
Danól
Tengiliður samnings
Haukur Þór Sigurbjörnsson
Ekran ehf.
Klettagarðar 19
Sími: 5308500
Tengiliður samnings
Ómar Kárason
Garri ehf.
Hádegismóum 1
Sími: 5700300
Tengiliður samnings
Hulda Stefánsdóttir
Hollt & gott ehf.
Tengiliður samnings
Kristín Sigurðardóttir
Innnes ehf.
Fossaleyni 21
Sími: 5324000
Tengiliður samnings
Guðlaugur Guðlaugsson
ÍSAM ehf.
Tunguhálsi 11
Sími: 5222700
Tengiliður samnings
Auður Björk Einarsdóttir
John Lindsay hf.
Klettagörðum 23
Sími: 5332600
Tengiliður samnings
Tómas
Kartöfluverksmiðja Þykkvabæ ehf.
Austurhrauni 5
Sími: 5641155
Tengiliður samnings
Ólöf Ósk Þorsteinsdóttir
Norðlenska matborðið ehf.
Grímseyjagata
Sími: 4608800
Tengiliður samnings
Guðmundur Ágústsson
Tengiliður samnings
Ragnar Hjörleifsson
Penninn ehf.
Skeifunni 10
Sími: 5402000
Tengiliður samnings
Ásta María Karlsdóttir
Rekstrarvörur ehf.
Réttarhálsi 2
Sími: 5206666
Tengiliður samnings
Kristbjörn Jónsson
Sláturfélag Suðurlands svf.
Fosshálsi 1
Sími: 5756000
Tengiliður samnings
Ögmundur Rúnar Stephenssen
Stjörnugrís hf.
Saltvík
Sími: 5313000
Tengiliður samnings
Marteinn Þorkelsson
Stórkaup
Skútuvogi 9
Sími: 5151500
Tengiliður samnings
Sælkeradreifing ehf.
Tengiliður samnings
Matthías Þórarinsson
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Tengiliður samnings
Valdís María Einarsdóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.