Fara í efni

Slagkraftur opinberra innkaupa virkjaður til sóknar í nýsköpun

Ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra í samstarfi við Ríkiskaup efna til sóknar til aukinnar nýsköpunar með því að nýta slagkraft opinberra innkaupa. Það verður gert með sérstöku samstarfsverkefni þar sem markmiðið er að auka aðgengi nýrra lausna og nýrra leiða í innkaupum hins opinbera sem ár hvert stendur að yfir 500 útboðum vegna kaupa á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum.

Samstarfsverkefnið sem nú fer af stað er hluti aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun sem gefin var út á grunni Nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og tengist stefnumótun um opinber innkaup. Markmiðið er að opinberir aðilar beiti nýskapandi lausnum til þess að gera þjónustu sína vistvænni og skilvirkari í takti við þarfir notenda. Þetta kallar á aukna samvinnu milli opinberra aðila jafnt sem einkaaðila, sérstaklega á sviði sjálfbærra lausna. Framkvæmd útboða þarf að breytast til að betur sé tekið tillit til nýsköpunar í innkaupaferlum, og aðgengi aukið fyrir nýjar lausnir frá nýskapandi fyrirtækjum og sprotum. 

Sjá fréttina í heild á vef Stjórnarráðsins