Fara í efni

Ríkiskaup er hástökkvari ársins í Stofnun ársins 2021

Ríkiskaup er hástökkvari ársins í könnun Sameykis á stofnun ársins 2021 í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana.

Viðurkenninguna „Hástökkvari ársins“ hlýtur sú stofnun sem bætt hefur starfskjör starfsmanna mest á milli kannana. Við útreikning á hástökkvurum er fyrst reiknuð raðeinkunn fyrir allar stofnanir á bilinu 1-100 og þá er reiknaður munur á raðeinkunn milli ára.
Ríkiskaup hækkar mest frá síðasta ári, eða um 68 sæti. Þá er átt við sæti á raðeinkunninni.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju!

Um Stofnun ársin hjá Sameyki