Fara í efni

Nýr rammasamningur um almenn matvæli í auglýsingu

Samningur um almenn matvæli 08.02 rennur út í júní og er nýr samningur kominn í auglýsingu á utbodsvefur.is með áætlaðan opununardag 30. júní. næstkomandi.

Nýr samningur er með breyttu sniði en til viðbótar við upplýsingar um lágmarksaflslátt (%) fyrir hvern hluta, er óskað eftir sérverði fyrir valdar vörur sem stofnanir ríkisins hafa keypt í hvað mestu magni samkvæmt innkaupagreiningu Ríkiskaupa.

Við mat á innsendum tilboðum mun sérverð einstakra vara gilda 30% en vægi lágmarksafsláttar lækkar þá samhliða í 70%.

Kaupendur verða upplýstir sérstaklega um þessi sérverð í þeim tilgangi að auka gagnsæi og upplýsingaflæði ásamt því að tryggja betri yfirsýn yfir hagkvæmustu kaupmöguleika innan samnings.

Þessi aðferðafræði hefur verið mikið notuð af stórum mötuneytum á almennum markaði og hefur gefið góða raun.

Útboðinu er skipt í 18 hluta/flokka og einn eða fleiri USPSC flokka og undirflokka (class), sjá eftirfarandi skiptingu:

 • Hluti 1 Mjólkurvörur og smjör
 • Hluti 2 Egg og eggjavörur
 • Hluti 3 Matarolíur og feiti
 • Hluti 4 Súkkulaði, sykur og sætuefni og konfekt/sælgæti
 • Hluti 5 Kryddblöndur, kryddlegir, kraftar, sósur, súpur og þrávarnarefni
 • Hluti 6 Brauð- og bökunarvörur
 • Hluti 7 Tilbúnar matvörur
 • Hluti 8 Niðursoðið grænmeti og ávextir
 • Hluti 9 Baunir – ferskar, niðursoðnar og þurrkaðar
 • Hluti 10 Drykkjarvörur
 • Hluti 11 Kaffi og te
 • Hluti 12 Kornvörur
 • Hluti 13 Hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir
 • Hluti 14 Ferskir ávextir og ber
 • Hluti 15 Frosnir ávextir og ber
 • Hluti 16 Grænmeti – ferskt og þurrkað
 • Hluti 17 Grænmeti – frosið
 • Hluti 18 Næringardrykkir og vítamín, fæðubótaefni