Fara í efni

Nýjar leiðbeiningar um opinber innkaup: Tækifæri í að nýta innkaupakraft hins opinbera

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út einfaldar og skýrar leiðbeiningar til innkaupafólks hins opinbera.

Ríkið ráðstafar á hverju ári yfir 200 ma. kr. í opinber innkaup, sem eru vörur, margskonar og verklegar framkvæmdir. Sveitarfélög ráðstafa álíka fjárhæð á hverju ári, og aðrir ríkisaðilar sem falla undir lög um opinber innkaup ráðstafa einnig mörgum tugum milljarða í gegnum útboð.

Til mikils er að vinna að nýta innkaup og samvinnu hins opinbera við einkamarkaðinn, ekki síst til að bregðast við núverandi efnahagsástandi.