Fara í efni

Nýir sviðsstjórar

Fjórir nýir sviðsstjórar hafa tekið til starfa hjá Ríkiskaupum.

Sviðsstjórarnir leiða ný svið sem styðja við það markmið stofnunarinnar að vera hreyfiafl í samfélaginu sem leiðir verkefni sín áfram með nýsköpun og umbætur að leiðarljósi.

Stefán Þór Helgason, sviðsstjóri nýsköpunar og viðskiptaþróunar.

Áherslur sviðsins miða að því að auka virði ríkisins með því að vinna að nýskapandi lausnum sem tengjast starfssviði stofnunarinnar. Þá mun hann jafnframt leiða mótun nýsköpunarvettvangs hjá ríkinu og veita ráðgjöf til opinberra aðila og annarra samstarfsaðila á sviði nýsköpunar og umbóta.

Stefán Þór hefur víðtæka reynslu af nýsköpun og ráðgjöf frá fyrri störfum hjá Icelandic Startups og KPMG ehf.

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumótandi innkaupa.

Hann stýrir forgangsröðun samninga, vöruflokkastjórnun og leggur mat á tækifærisgreiningar svo innkaup hjá ríkinu geti orðið að mikilvægu stjórntæki í rekstri.
Davíð Ingi býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu af stefnumótandi innkaupum og vöruflokkastjórnun frá Vestas Wind Systems A/S í Danmörku og Össuri hf. þar sem hann var áður innkaupastjóri.

Ingólfur Björn Guðmundsson, sviðsstjóri framkvæmdar útboða.

Hann leiðir kjarnastarfsemi stofnunarinnar með það að markmiði að gera innkaup hjá ríkinu markviss, hagkvæm og vistvæn.
Ingólfur Björn kemur til Ríkiskaupa frá Origo hf. hvar hann var forstöðumaður.

Sara Lind Guðbergsdóttir er sviðsstjóri stjórnunar og umbóta.

Hún stýrir stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar ásamt forstjóra, en hún er jafnframt staðgengill hans.
Sara Lind kemur til stofnunarinnar frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hvar hún hefur síðustu ár unnið sem sérfræðingur Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og verið í samninganefnd ríkisins í kjarasamningsviðræðum.

Ráðningarnar eru lykilþáttur í vegferð stofnunarinnar við að ná betri nýtingu gagna til rýni, aðhalds og stefnumótunar hjá stofnunum og tryggja þar með að innkaup á vörum og þjónustu hjá ríkinu verði markvissari, hagkvæmari og vistvænni.

Margir frambærilegir umsækjendur sóttust eftir því að vinna hjá Ríkiskaupum en tæplega 200 umsóknir bárust um störfin.