Fara í efni

Laust starf innkaupafulltrúa

Ríkiskaup óska eftir að ráða innkaupafulltrúa í fullt starf á þjónustusvið. Starfið er fjölbreytt, spennandi og krefjandi og felst m.a í miklum samskiptum við viðskiptavini Ríkiskaupa. Um fullt starf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Meðal helstu verkefna eru: 
• Innflutningur, tollskýrslugerð og verðútreikningur
• Innkaup og gerð sölureikninga
• Samskipti við viðskiptavini, stofnanir, birgja og flutningsaðila vegna innkaupaverkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af innflutningi og innkaupaferlum nauðsynleg
• Mjög gott tölvulæsi og tölvukunnátta
• Reynsla af innkaupa-, sölu og tollakerfum nauðsynleg; t.d Navision/Dynamics
• Reynsla af Oracle kerfi er kostur
• Frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
• Nákvæmni, skipulagshæfileikar og samskiptahæfni
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Launakjör eru samkvæmt samningi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Umsóknarfrestur er til og með 21.september 2020. 

Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is.

Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is).