Fara í efni

Kaup ríkisins á rafmagnsbifreiðum

Tíu ríkisstofnanir hafa nú gengið frá kaupum á 15 rafmagnsbifreiðum í þrem flokkum. Kaupin voru gerð í kjölfar örútboðs á vegum Ríkiskaupa sem lauk um miðjan desember 2020.  Síðast þegar sambærilegt örútboð fór fram árið 2017 voru keyptir 6 bílar.

Er þetta fyrsta sameiginlega örútboðið eftir að stefna ríkisstjórnarinnar um að allir bílar ríkisins verði vistvænir, nema öryggis- eða notkunarkröfur krefjist annars, var samþykkt í desember 2019.

Innleiðing vistvænni ökutækja er meðal aðgerða á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.  Með því má draga úr heildarlosun ríkisins vegna ökutækja á skömmum tíma. Að auki er rekstrar- og vistferilskostnaður vistvænna bifreiða lægri.

Þeim stofnunum sem stefna að því að kaupa bifreið er skylt að taka þátt í sameiginlegum útboðum þar sem útboðslýsingarnar tryggja að keyptar verði vistvænar og hagkvæmar bifreiðar.

Miðað við heildar kostnaðaráætlun í ofangreindu örútboði og heildarverð tilboða sem bárust er væntur heildarávinningur kr. 9.835.846,-

Fleiri sambærileg útboð verða á árinu.