Fara í efni

Athugið - Svindlpóstar að ganga

 
Undanfarið hefur borið á því að óprúttnir aðilar sendi tölvupósta í nafni Ríkiskaupa til þess að reyna að klekkja á viðskiptavinum og komast yfir reikningsupplýsingar þeirra. Yfirleitt ber tölvupóstfangið þess merki að um svindlpóst sé að ræða og viljum við því ítreka mikilvægi þess að skoða vel hvaðan tölvupósturinn er að berast.
Við viljum eindregið vara við slíkum póstum og biðjum ykkur um að láta okkur vita ef þið verðið vör við slíkar tölvupóstsendingar á nafni Ríkiskaupa á tölvupóstfangið rikiskaup@rikiskaup.is