Fara í efni

Fossvogsbrú - niðurstöður hönnunarsamkeppni

Í dag 8. desember kl. 11.00 verður tilkynnt um úrslit í hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog í húsnæði Háskólans í Reykjavík.

Bygging brúar yfir Fossvog er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, og Betri samgangna ohf. Vegagerðin bauð keppnina út á Evrópska efnahafssvæðinu fyrir hönd samstarfsaðilanna. Ríkiskaup sá um framkvæmd útboðsins. 

Brú yfir Fossvog er hluti af 1. áfanga vegna uppbyggingar Borgarlínunnar samkvæmt Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Markmiðið með gerð brúar yfir Fossvog er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs. Brúnni er ætlað að styðja við vistvæna samgöngukosti á svæðinu, ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi og styðja við umferð gangandi og hjólandi.

Hönnunarsamkeppnin var opin og í tveimur þrepum. Nafnleyndar var gætt á báðum þrepum. Fimmtán tillögur bárust í keppnina og voru þrjár þeirra valdar áfram á seinna þrep til að þróa tillögur áfram og skila inn í lok annars þreps.

Á viðburðinum verður tilkynnt hver þessara þriggja tillagna ber sigur úr bítum.

Þeim sem ekki hefur borist boð á viðburðinn bendum við á að fundinum verður streymt beint.

Hlekkur á streymið