Fara í efni

Forval fyrir hönnunarsamkeppni um sýningu Náttúruminjasafns Íslands

Náttúruminjasafn Íslands í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Ríkiskaup efnir til hönnunarsamkeppni um nýja grunnsýningu fyrir safnið í Náttúruhúsi í Nesi, nýju húsnæði safnsins við Safntröð á Seltjarnarnesi. Samkeppnin er hönnunar- og framkvæmdasamkeppni með forvali.

Ríkiskaup, fyrir hönd Náttúruminjasafns Íslands, óska eftir þátttakendum í forvali vegna hönnunarsamkeppninnar. Forvalsnefnd fer yfir umsóknir sem berast og velur þrjú teymi til þátttöku í samkeppni um hönnun nýrrar grunnsýningar.

Óskað er eftir fjölbreyttum umsóknum frá teymum hönnuða til að koma með áhugaverðar hugmyndir um vandaða og fræðandi sýningu sem byggir á sterkri upplifun gestsins. Öllum er frjáls þátttaka í forvalinu að uppfylltum neðangreindum kröfum. Þrjú teymi sem fá hæstu einkunn forvalsdómnefndar, verður boðið að taka þátt í samkeppninni. Hverju teymi verður greidd 1.500.000 kr. án vsk. fyrir sína tillögu að samkeppni lokinni.