Fara í efni

Rammasamningar

RK 08.03 Kjöt og fiskur

 • Gildir frá: 01.05.2016
 • Gildir til: 30.04.2020

Um samninginn

Rammasamningur um Kjöt og fisk er runninn úr gildi.

Farið var í nýtt RS útboð í byrjun maí, en ákveðið var að draga það til baka nú í júní og bjóða út að nýju í haust með aðeins breyttu sniði.  Þar til það verður gert og hann hefur tekið gildi, þá er kaupendum bent á 24. grein laganna um opinber innkaup, þ.e. við innkaup undir viðmiðunarupphæðum skal ávallt gæta hagkvæmni og gera samanburð meðal sem felstra fyrirtækja. Slíkur samanburður skal jafnan gerður með rafrænum aðferðum.  Ef kaup eru yfir viðmiðunarupphæð vegna innlendrar útboðsskyldu, þá skal fara í Útboð.

 

Kaupendur athugið!

Seljendur eiga ekki að halda eftir umsýsluþóknun í rammasamningum frá 1.1.2017.  Ykkar kjör eiga því að batna sem því nemur. Umsýsluþóknun í þessum samningi var 1%.

Virkt verðeftirlit skilar árangri!

Nýr samningur gildir frá 01.05.2016 í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum í eitt ár í senn.  Samningi hefur verið framlengt um eitt ár í annað sinn og gildir til 30.4.2020. Framlengt var við alla aðila nema Fiskbúðina Sæbjörgu.


Rammasamningur um kjöt og fisk skiptist 9 undirflokka; Lamba- og kindakjöt, nautakjöt, svínakjöt, kjúkling og kalkún, folaldakjöt, ferskan fisk, frosinn fisk, unnar kjötvörur og unnar fiskvörur. Aðra matvöru s.s. pakka- og niðursuðuvöru, álegg, grænmeti og ávexti auk fundaveitinga er að finna í rammasamningi um almenna matvöru.

Taflan sýnir boðna flokka kjöt- og fiskvöru

 Lamb/KindNautSvínKjúklingur/Kalkúnn FolaldUnnin kjötvaraFerskur fiskurFrosinn fiskurUnnin fiskvara
Ekran ehf.
X X X X X X X X X
Esja Gæðafæði
X X X X X X X X X
Grímur kokkur
                X
Hafið fiskverslun
            X   X
Ísfugl ehf.
      X          
 Kjarnafæði X X X X X X      
Matfugl       X   X      
Norðlenska ehf.
X X X     X      
Reykjagarður
      X          
Sláturfélag
suðurlands
X X X   X X   X X
Stjörnugrís hf.     X      X      

 Athugið að taka fram í örútboðum að seljendur bjóði einungis í þá undirflokkaflokka sem þeir eru aðilar að skv. rammasamningsútboðinu.

Kaupendur innan rammasamnings

Landspítali háskólasjúkrahús er ekki aðili að þessum samningi.

Vistvæn skilyrði og samfélagslegar kröfur

Beðið var um staðfestingu á því að boðið væri upp á lífræna vöru, umhverfismerkta vöru og/eða skráargatsmerkta vöru.

Ekran

 

Esja

 

Grímur kokkur

 

Hafið fiskverslunn

 

Ísfugl

 

Kjarnafæði

 

Norðlenska

 

Reykjagarður

 

Sæbjörg

 

SS

 

Stjörnugrís 
  Lífrænt       Lífrænt          
  Umhverfismerkt                  
  Skráargatið Skráargatið   Skráargatið Skráargatið Skráargatið Skráargatið Skráargatið Skráargatið  
Að öðru leiti var stuðst við grunnviðmið í umhverfisskilyrðun VINN.is um (PDF skjal) matvöru og veitingaþjónustu.

Skilmálar rammasamningsútboðs

Persónulegt hæfi bjóðenda

Þátttakandi eða bjóðandi sem hefur verið sakfelldur með endanlegum dómi fyrir eftirtalin afbrot skal útilokaður frá gerð opinbers samnings:

 • þátttöku í skipulögðum brotasamtökum,
 • spillingu,
 • sviksemi og
 • peningaþvætti.

Heimilt er að útiloka fyrirtæki frá opinberum samningi þegar eitthvað af eftirfarandi atriðum á við:

 • Bú fyrirtækis er undir gjaldþrotaskiptum eða félagi hefur verið slitið, það hefur fengið heimild til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Óskað hefur verið gjaldþrotaskipta eða slita á fyrirtæki, það hefur leitað heimildar til nauðasamninga eða greiðslustöðvunar eða er í annarri sambærilegri stöðu.
 • Fyrirtæki hefur með endanlegum dómi verið fundið sekt um refsivert brot í starfi.
 • Fyrirtæki hefur sýnt alvarlega vanrækslu í starfi sem kaupanda er unnt að sýna fram á.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með lífeyrissjóðsiðgjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki er í vanskilum með opinber gjöld eða sambærileg lögákveðin gjöld.
 • Fyrirtæki hefur gefið rangar upplýsingar um fjárhagslega og tæknilega getu sína eða hefur ekki lagt slíkar upplýsingar fram.

Fjárhagslegt hæfi bjóðenda

Fjárhagsstaða bjóðanda skal vera það trygg að hann geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kaupanda, sbr. 49. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.

Tæknilegar kröfur til bjóðenda

 •  Bjóðandi skal hafa a.m.k 2 ára reynslu af sölu og meðhöndlun ferskra matvæla.
 • Bjóðandi skal hafa viðurkennt starfsleyfi frá Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga eftir því sem við á og leggja fram staðfestingu á því. Sjá tilboðsblað A.6 í tilboðshefti.
 • Bjóðandi skal starfrækja matvælavinnslu í aðstöðu sem er viðurkennd af Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga í viðkomandi sveitarfélagi og leggja fram staðfestingu þess efnis.
 • Bjóðandi skal hafa yfir að ráða sendibifreiðum sem eru útbúnar til kæli– og/eða frystivöru flutnings og skal það tryggt að hitastig sé 0-4°C fyrir flutning kælivara og –18°C fyrir flutning frystivara. Skila skal inn vottorði þess efnis að sendibifreið uppfylli ofangreind skilyrði.
 • Bjóðandi skal hafa skráða starfsemi hjá Fyrirtækjaskrá RSK í kjöt- eða fiskiðnaði, sbr. ÍSAT yfirflokkun 10.1, 10.2, og 03.2 eða hafa flokkunina 10.85, 03.11.2 (Útgerð) eða 47.23.0 (Fiskbúðir)
 • Bjóðandi skal vera aðili að rafrænu innkaupasvæði t.d. Timian eða sambærilegu eða skuldbinda sig til að gerast aðili að slíku kerfi innan 6 mánaða frá gildistöku samnings.

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi með örútboðum þannig að kaupandi hefur samband (td. með tölvupósti) við þá seljendur sem efnt geta samninginn og fær verðtilboð í ákveðið magn með ákveðnum afhendingartíma. Ávallt skal velja hagkvæmasta boðið.  
Valforsendur í örútboðum skulu vera:

 • 90 - 100% verð
 • 0 - 10% gæði
Athugið að taka fram í örútboðum að seljendur bjóði einungis í þá undirflokkaflokka 
sem þeir eru aðilar að skv. rammasamningsútboðinu.

Tilboð frá seljendum / þjónustuaðilum

Tilboð bjóðanda í rammasamningsútboðinu tilgreinir afslátt af lægsta gildandi almenna verðlista bjóðanda á hverjum tíma. Ekki er heimilt að bjóða afsláttarbil. Afsláttur skal vera óbreyttur þótt nýjar vörur (vörunúmer) bætist við vöruflokk og eldri falli út á samningstímanum.

Ekki er leyfilegt að stjörnumerkja vörur, þ.e. þannig að ákveðnar vörur séu undanskildar boðinni afsláttarprósentu í vöruflokki.

Efni seljandi til sértilboða, útsölu eða samsvarandi verðlækkana á samningstímanum skal þess gætt að aðilar að rammasamningi njóti ætíð hagstæðasta verðs sem í boði er.

Komi í ljós á samningstíma að seljandi hafi ekki veitt umsaminn afslátt til kaupanda mun seljandi verða krafinn um leiðréttingu allt aftur til upphafs samningsins.

Óheimilt er að breyta almennum verðlista til stofnana nema sú breyting eigi við til allra viðskiptavina seljanda.

Tilkynning frá Ekrunni um verðlækkun á vörum sem tekur gildi 29. nóv. 2016.:

Vörur leystar út í :

EUR lækkun 3,5%
DKK lækkun 3,5%
NOK lækkun 4,5%
SEK lækkun 4,5%
USD lækkun 1,7% 

Ekran lækkaði síðast verð þann 18/8 einnig vegna styrkingar ISK.

Seljendur

Ekran ehf
Klettagarðar 19
Sími: 5308500
Tengiliður samnings
Jón Ingi Einarsson
Esja Gæðafæði
Bitruháls 2
Sími: 5676640
Tengiliður samnings
Hinrik Ingi Guðbjargarson
Merkingar
Skráargatið
Grímur kokkur
Sími: 4812665
Tengiliður samnings
Grímur Þór Gíslason
Hafið - fiskverslun ehf.
Fornubúðum 1
Sími: 5547200
Tengiliður samnings
Ingimar Alex Baldursson
Ísfugl ehf.
Reykjavegi 36
Sími: 5666103
Tengiliður samnings
Höskuldur Pálsson
Kjarnafæði hf.
Sjávargötu 1
Sími: 4607400
Tengiliður samnings
Ólafur Már Þórisson
Matfugl ehf.
Völuteigi 2
Sími: 4121400
Tengiliður samnings
Jósep Svanur Jóhannesson
Norðlenska matborðið ehf.
Pósthólf 50
Sími: 4608800
Tengiliður samnings
Heimir Már Helgason
Reykjagarður hf.
Fosshálsi 1
Sími: 5756440
Tengiliður samnings
Ragnar Hjörleifsson
Sláturfélag Suðurlands svf.
Pósthólf 10093
Sími: 5756000
Tengiliður samnings
Ögmundur Rúnar Stephenssen
Stjörnugrís hf.
Vallá
Sími: 5313000
Tengiliður samnings
Marteinn Þorkelsson

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.