Fara í efni

Nýr rammasamningur um úrgangsþjónustu

Ríkiskaup hafa í kjölfar útboðs gert nýjan rammasamning um úrgangsþjónustu.
Samningurinn gildir frá 21. febrúar 2022.

Samið var við Íslenska gámafélagið um endurvinnslu og sorphirðu fyrir A-hluta stofnanir og aðra rammasamningsaðila á stór-höfuðborgarsvæðinu. Skipti á þjónustuaðila munu fara fram á næstu þrem mánuðum og mun nýr seljandi vera í sambandi við kaupendur um skiptin.

Samningurinn nær yfir eftirfarandi þjónustu:

  • Sorphirðu
  • Endurvinnslu
  • Leigu á gámum/ílátum til flokkunar og söfnunar úrgangs
  • Móttöku spilliefna

Rammasamningur um úrgangsþjónustu

„Hugsum áður en við hendum" - bæklingur Íslenska gámafélagsins um úrgang og endurvinnslu

Aðilar að rammasamningum