Fara í efni

Nýr rammasamningur um byggingarvörur

Niðurstaða útboðs um nýjan rammasamning um byggingarvörur ríkisins liggur fyrir og komust á samningar við Álfaborg, Bauhaus, BM-Vallá, Byko, Húsasmiðjan, Rafkaup, Sérefni og Steypustöðina við töku tilboðs þann 30.05.23 s.l.

Allar upplýsingar um samninginn má finna á rammasamninga síðu Ríkiskaupa undir flokki RK12 Byggingarvörur.

Samningnum er skipt í níu hluta:

  • 01: Almennar Byggingarvörur
  • 02 Rafvörur og Lýsing
  • 03: Gólfefni, þiljur og kerfisloft
  • 04: Hreinlætistæki og pípulagningarefni
  • 05: Málning
  • 06: Byggingarefni
  • 07: Geymslulausnir
  • 08: Garð og árstíðarvörur
  • 09: Múrvörur

Kynningarfundur um samninginn verður miðvikudaginn 14 júní kl 14:00 til 14:30 á Teams.Við hvetjum alla innkaupaaðila ríkisins að mæta og kynna ykkur samninginn, þau kjör sem ykkur býðst og innleiðingu samnings. Ykkur er velkomið að áframsenda fundarboðið á þá aðila sem eiga erindi á þennan fund. Fundarboð má finna hér (iCalendar file), opna þarf boðið með Outlook og samþykkja.

Ef þið hafið einhverjar spurningar um rammasamninga bendum við á netfangið si@rikiskaup.is

Dagskrá kynningarfundar:

  • Verkefnastjóri kynnir niðurstöðu útboðs og samningsaðila
  • Hlutar samnings kynnir
  • Hvar má nálgast kjör og hvernig er hægt að kaupa innan samnings?
  • Spurningar