Fara í efni

Æðardúntekja við Hrafnseyri í Arnarfirði

Ríkiskaup, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, leita að aðila til að nýta æðardún í æðarvarpi við Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hrafnseyri er ríkisjörð í umsjón forsætisráðuneytisins.

Til að gæta jafnræðis gagnvart áhugasömum aðilum hefur verið ákveðið að bjóða út nýtingu dúnsins á gagnsæjan og opinberan hátt þar sem stuðst er við almennar meginreglur opinberra innkaupa og hlutlæg viðmið við val á rekstraraðila.

Auglýst er eftir rekstraraðila til að gera varpsvæði tilbúið fyrir komu fuglsins, verja það fyrir rándýrum á meðan á varpi stendur og þar til fuglinn hefur yfirgefið hreiðrið. Rekstraraðili skal  útvega öll aðföng, áhöld, girðingar, aðbúnað fyrir fugla og annað sem verkefnið krefst.

Arður af dúntekjunni greiðist til rekstraraðila gegn fastri þóknun til landeiganda. 

Bjóðandi skal skila inn kynningu á sér í gegnum tilboðskerfið tendsign.is og mun matsnefnd leggja mat á þekkingu, hæfni og aðra þætti sem bjóðandi leggur fram.

Skilafrestur er til 24.2.2022.