Fara í efni

Rammasamningar

RK 19.03 Snjallmenni (Chatbot)

  • Gildir frá: 07.05.2021
  • Gildir til: 27.06.2029

Um samninginn

Nýr DPS samningur um snjallmenni fyrir A-hluta stofnanir tók gildi þann 07.05.2021 og gildir til 27.06.2029. Athygli er vakin á að samningurinn er opinn fyrir þátttökubeiðnum birgja út samningstímann. Þannig geta nýir birgjar bæst í hópinn.

Snjallmenni (e.Chatbots):

  • Eru hugbúnaðarforrit sem er hannað til að líkja eftir samtali við notendur sérstaklega á vefsíðum, spjallsvæðum.
  • Nýta gervigreind til aðstoðar og standa vaktina allan sólarhringinn.
  • Geta svarað ýmsum spurningum um starfsemi stofnunarinnar og bent t.d. viðskiptavinum á gagnlegar slóðir. Getur líka tengt spjall við starfsmann.
  • Eru oft viðbót við þjónustuver stofnana og er ætlað að flýta og bæta þjónustu við viðskiptavini með aukinni sjálfvirkni.
  • Uppfylla ákvæði persónuverndarlaga (GDPR)

Samingurinn gildir einungis fyrir A-hluta stofnanir.

Samningsgögn:

Helstu atriði samnings

Kaupendur

Kaupendur skulu framkvæma innkaup í þessum samningi í gegnum Ríkiskaup.

Fyrsta skrefið í því er að senda beiðni þar að lútandi til Ríkiskaupa á þessu formi. Öll innkaup innan samnings verða að vera auglýst innan kerfis í að lágmarki 10 daga. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Svava Valdimarsdóttir

  1. Kaupandi hefur samband við Ríkiskaup og sendir beiðni um innkaupin á þessu formi
  2. Ríkiskaup senda boð til allra DPS þátttakenda um smáútboð í tölvupósti.
  3. Áhugasamir sækja gögn.
  4. Skil á tilboðum innan tilboðsfrests.
  5. Staðfesting á skilum í tölvupósti.
  6. Opnun tilboða.
  7. Mat – val og taka tilboða.

Birgjar/seljendur

Birgjar eru hvattir til að sækja um aðild að samningnum sem er alltaf opinn til þátttöku á líftíma hans. Er það gert í gegnum TendSign útboðskerfið (nr. 21315, Chatbot - DPS).

Nánari upplýsingar um samning, skilyrði og þátttökubeiðnir eru í útboðskerfinu TendSign.

Samið hefur verið við Advania, Intelligent Technologies OÜ og Reon um þjónustu á spjallmennum en fleiri aðilar geta bæst við og munu þá nöfn þeirra bætast við þennan lista.

Birgjar Kerfi Vefsíða kerfis
Advania

Boost Conversational AI platform

https://www.boost.ai/

Intelligent Technologies OÜ

Alphachat Conversational AI Platform

https://www.alphachat.ai

Reon

Flow AI
Khoros

https://flow.ai/
https://khoros.com/

INBENTA HOLDINGS, INC. SUCURSAL EN ESPAÑA

Inbenta

 

https://www.inbenta.com/en/

 

Origo

IBM Watson

https://www.ibm.com/

Link mobility

Xenioo

https://www.linkmobility.com/

 

Seljendur

Innkaup í þessum samningi eru gerð í gegnum Ríkiskaup.
Tengiliður samnings
Sigrún Svava Valdimarsdóttir

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.