Fara í efni

Rammasamningar

RK 02.02 Prentun

  • Gildir frá: 04.02.2019
  • Gildir til: 04.05.2024

Um samninginn

Nýr samningur um prentun tók gildi 4. febrúar 2019 og gildir í tvö ár með heimild til framlengingar tvisvar sinnum til eins árs í senn.

Ákveðið hefur verið að framlengja samninginn í seinasta sinn, til 04.05.2024 með fyrirvara um uppsögn.

Samningur er gerður í kjölfar útboðs nr. 20736. Samið var á grundvelli lægsta verðs í tilgreinda tilboðsskrá við fjóra  seljendur í flokkum A og B  (fjóra seljendur í hvorum flokki fyrir sig) og við 11 seljendur í flokki C.

Vöruflokkar og seljendur / þjónustuaðilar

Samningnum er skipt í þrjá  flokka og eftirfarandi seljendur eru í hverjum flokki fyrir sig;

Flokkur A-  Skrifstofuvörur; bréfsefni, umslög og nafnspjöld

  • Litlaprent 

  • Litróf 

  • Svansprent 

  • Umslag

Flokkur B - Skýrslur og bæklingar

  • Héraðsprent

  • Litlaprent

  • Litróf

  • Prentmet Oddi

Flokkur C- Bækur, kiljur, plaköt og þær vörur skrifstofuvörur, skýrslur og bæklingar (í flokkum A og B) sem ekki eru tilgreindar í tilboðsskrá.

  • Ísafoldaprentsmiðja

  • Litlaprent

  • Litróf

  • Pixel

  • Prentmet Oddi

  • Prentmiðlun

  • Svansprent

Kaup innan rammasamnings

Kaupandi skal kaupa inn í rammasamningi:

Flokkar A og B

Með beinum kaupum á þeim kjörum og skilmálum sem eru skilgreindir í rammasamningnum og boðið var í verðkörfu útboðsins og gildir það jafnframt um kaup að sambærilegum verkefnum að eðli og umfangi enda grundvallast þau kaup á þeim kjörum sem boðin voru. 

Boðinn verð í verðkörfu skulu jafnframt gilda á samsvarandi vörur þegar lítillega skeikar t.d. í blaðsíðufjölda (+/- 10%), og skal þá miða við hlutfallslega meira/minni blaðsíðufjölda. Kaupanda er við kaupákvörðun heimilt að taka tillit til og meta hagkvæmni kaupa, afhendingakostnað, heildarverð með flutningskostnaði, tiltekna þjónustu, gæði, afhendingu og afgreiðslu.  Ávallt skal gera hagstæðustu kaup innan samnings.

Samningsverð eru án virðisaukaskatts.

Í þeim tilvikum sem skilmálar rammasamningsins eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa allra flokka útboðsins sem efnt geta samninginn, eftir atvikum eftir að ítarlegri skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið settar fram varðandi t.d. magn, ítarlegri tæknikröfur, tímabil afhendinga og eða afhendingaskilmála, í samræmi við reglur um örútboð.

Falli fyrirhuguð einstök kaup ekki undir lýsingu vara í flokkum útboðsins skal kaupandi ávallt viðhaft örútboð.

Flokkur C

Ávallt skal viðhafa örútboð milli þeirra samningshafa sem efnt geta samninginn.

Örúboð.

Ef skilmálar rammasamnings eru að einhverju leyti óákveðnir skal fara fram örútboð milli rammasamningshafa, eftir atvikum eftir að skilmálar eða tæknilegar kröfur hafa verið skýrðar nánar, allt í samræmi við eftirfarandi reglur: 

  • Við gerð hvers einstaks samnings skal kaupandi ráðfæra sig skriflega við þá rammasamningshafa sem efnt gætu samninginn.
  • Kaupandi skal ákveða tilboðsfrest sem er nægilega langur til að rammasamningshafar geti gert tilboð vegna þess samnings sem um ræðir. Við mat á lengd frests skal taka tillit til hversu flókið efni samningsins er svo og sendingartíma.
  • Tilboð rammasamningshafa skulu vera skrifleg og skulu ekki opnuð fyrr en tilboðsfrestur hefur runnið út.
  • Kaupandi skal velja á milli tilboða rammasamningshafa á grundvelli valforsendna sem fram hafa komið í skilmálum rammasamnings.

Tveimur eða fleiri kaupendum í rammasamningnum er heimilt að fara í sameiginlegt örútboð. Þá eru þarfir allra kaupenda sem eiga aðild að örútboðinu teknar saman sem ein innkaup. Jafnframt skal skýrt kveðið á um hversu mikið hver kaupandi ætlar að kaupa og hvenær og með hvaða hætti sérhver kaupandi óskar eftir því að fá umbeðna vöru/þjónustu afhenta.

Hvorki er vikið frá þeim kröfum sem gerðar eru til bjóðenda og vöru/þjónustu í rammasamningsútboðinu né heldur þeim ákvæðum um örútboð sem getið er um í rammasamningsútboðinu. Markmið með slíkum sameiginlegum innkaupum er annars vegar að kaupendur fái hagstæðara verð vegna meira magns og að seljendur fá tækifæri til þess að skipuleggja betur útvegun og afhendingu á því sem fyrirhugað er að kaupa í örútboðinu.

Öll almenn ákvæði rammasamnings eiga við um örútboð eftir því sem við á nema annað sé tekið fram.

Valforsendur örútboða.

Í örútboði er kveðið nánar á um tiltekin kaup og óskað eftir tilboðum í tilgreind atriði s.s. heildarverð, afhendingartíma, önnur ítarskilyrði umhverfisskilyrða, útfærslu, pökkun, pökkunargeta, hraðþjónustu, öryggiskröfur o.fl. 

Við framkvæmd örútboðs geta valforsendur matslíkans m.a. verið eftirfarandi:

  • Fast verð eða hámarksverð       (0-100%)
  • Þjónustugeta                                   (0-50%)
  • Afgreiðslutími                                  (0-50%)
  • Afhending                                         (0-50%)
  • Pökkunargeta                                  (0-50%)
  • Talning prentverka í pakka         (0-50%)
  • Öryggisvarsla / -gæsla                  (0-50%)
  • Öryggisstaðlar                                  (0-50%)
  • Blindraletursprentun                    (0-50%)
  • Sérþekking                                        (0-50%)

Kaupendur geta því í örútboði lagt áherslu á eitt eða fleiri atriði, byggt á þeim atriðum, kröfum eða forsendum skal seljandi bjóða heildarlausn sem uppfyllir kröfur kaupanda. 

Í þeim verkefnum sem gæta þarf ítrasta öryggis er kaupanda heimilt að setja viðbótar hæfikröfur sem snúa að öryggiskröfum verkefnisins. Þar má nefna kröfur um bakgrunnsskoðun, sakarvottorð, aðgengi, gæslu o.fl.

Vistvænar áherslur

Allur pappír skal uppfylla kröfur um umhverfisvernd. 
Kaupum á boðinni vöru og þjónustu er ætlað að vera í samræmi við stefnu ríkisins varðandi vistvæn innkaup og grænan ríkisrekstur.

Seljendur í rammasamningi þessum uppfylla umhverfisskilyrði um prentþjónustu

Innifalið í verði

Innifalið í verði skal vera;

  • Öll vinna vegna móttöku verkefnis og vörslu.
  • Prófarkagerð filmur (ef þær eru notaðar).
  • Prentplötur og innstilling í prentvél, prentun, pappír, bókbandsfrágangur samkvæmt lýsingu á viðkomandi verkefni.
  • Afgreiðsla til kaupanda eftir lýsingu þar um.
  • Breyting á prentsagnarsíðu bókar sé um endurprent að ræða.

Kaupandi prentgripa á allt rafrænt efni sem seljandi varðveitir, uns og ef til endurprentunar kemur.

Umbrotsvinna og hönnun er ekki innifalinn.

Skil til kaupenda

Pakkar skulu merktir, þ.e. hvað er í pökkunum, hversu mikið magn, hvort að um er að ræða einrit eða fjölrit og dagsetningu hvenær var unnið. Pakkar skulu merktir með titli verks og númeri ásamt  fjölda eintaka í pakka (sem standi á heilum eða hálfum tug)  5/10 et. í stuði. Hver pakki skal ekki vera þyngri en 2 kg og þeim vel raðað á Euro-bretti sem skal vera plastvafið eða sambærilegt.

Í örúboðum er hægt að biðja um aðrar merkingar og önnur skil. 

Seljendur

Héraðsprent ehf
Sími: 4711449
Tengiliður samnings
Gunnhildur Ingvarsdóttir
Merkingar
Umhverfismerkt
Ísafoldarprentsmiðja
Suðurhrauni 1
Sími: 5950300
Tengiliður samnings
Stefán Hjaltalín
Merkingar
Umhverfismerkt
Litlaprent ehf.
Skemmuvegi 4
Sími: 5401800
Tengiliður samnings
Björk Guðmundsdóttir
Merkingar
Umhverfismerkt
Litróf ehf.
Vatnagörðum 14
Sími: 5636000
Tengiliður samnings
Konráð Jónsson
Merkingar
Umhverfismerkt
Pixel ehf.
Ármúli 1
Sími: 5752700
Tengiliður samnings
Ingi Hlynur Sævarsson
Merkingar
Umhverfismerkt
Prentmet Oddi ehf.
Lynghálsi 1
Sími: 5600600
Tengiliður samnings
Díana Hrönn Sigurfinnsdóttir
Merkingar
Umhverfismerkt
Prentmiðlun ehf.
Hólmatúni 55
Sími: 5545800
Tengiliður samnings
Eyþór Páll Hauksson
Merkingar
Umhverfismerkt
Svansprent
Auðbrekka 12
Sími: 510 2700
Tengiliður samnings
Sverrir Hauksson
Merkingar
Umhverfismerkt
Umslag ehf.
Lágmúla 5
Sími: 5335252
Tengiliður samnings
Stefán Steinsen
Merkingar
Umhverfismerkt

Skoða kjör

Kaupendur geta skoðað kjör í samningi með því að skrá sig inn.