Ríkiskaup

Fréttalisti

hands_in_air

24.9.2015 : Nýtt námskeið um opinber innkaup

Ríkiskaup kynna nýtt námskeið um opinber innkaup. FULLT á fyrsta námskeiðið. Skráið ykkur á biðlistann f. 27.-28. október.

Lesa meira
innkaup_eru_fag

21.9.2015 : Framlenging rammasamninga

Rammasamningakerfi ríkisins er í stöðugri þróun og endurskoðun. Ákvörðun um framlengingu eða endurútboð á hverjum rammasamningsflokki fyrir sig liggur fyrir að undangengnu þriggja mánaða greiningarferli hjá Ríkiskaupum. Á þeim tíma er gerð ítarleg greining á því hvernig samningurinn er að virka til hagsbóta fyrir kaupendur og seljendur.

Lesa meira
NLSH_Undirritun

3.9.2015 : Nýr Landspítali semur við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna nýs Landspítala

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, skrifaði í dag undir samning við Corpus hópinn um fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna vegna byggingar nýs Landspítala við Hringbraut. Samningurinn er milli Nýs Landspítala ohf. og Corpus hópsins, sem var lægstbjóðandi í verkið, í útboði sem fram fór síðastliðið sumar í samræmi við fjárlög ársins 2015 og lög um skipan opinberra framkvæmda.

Lesa meira

Á döfinni

Ýmsar tilkynningar

Nýtt námskeið í opinberum innkaupum

Þann 27. og 28. október næstkomandi stendur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samvinnu við Ríkiskaup fyrir nýju námskeiði um opinber innkaup.

Nánari upplýsingar og skráning hefst 7. október

Innkauparáðstefna Ríkiskaupa 3. nóvember 2015

Innkauparáðstefnan okkar þetta árið verður þriðjudaginn 3. NGPW_ISL_4nóvember nk. Ráðstefnan verður hluti af norrænni viku grænna innkaupa sem haldin er í fyrsta skipti vikuna 2.- 6. nóvember 2015. Takið daginn frá og fylgist með á vefnum okkar þegar nær dregur.

Útboðsgögn - Leiðbeiningar v/ nýskráningar

Hér sérðu leiðbeiningar sem leiða þig í gegnum nýskráningu vegna kaupa á
útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa