Útboð

20883 - Ræsting fyrir FMOS

Ríkiskaup, fyrir hönd Framhaldsskólans í Mosfellsbæ Háholti 35, kt. 480109-0310, óska eftir tilboðum í útboð 20883, ræstingu á húsnæði Framhaldsskólans. Flatarmál húsnæðisins er alls um 3.572,1 m2, sjá nánar tíðnitöflu. Gert er ráð fyrir 11 mánaða ræstingu og breytilegri ræstingartíðni eftir árstímum og umfangi starf­sem­innar í húsinu. Full starfsemi er í húsnæðinu alla virka daga á 9,5 mánaða starfstíma skóla. Á sumrin er dregið verulega úr ræstingu þar sem starfsemi Framhaldsskólans dregst saman vegna sumarfría. Ræst flatarmál á starfstíma skóla er um 3.445,1 m2.

Samið verður við einn aðila um þau viðskipti sem hér er lýst.

http://utbodsvefur.is/20883-raesting-fyrir-framhaldssk-mosfellsbae/ 


Titill

  • Opnunarfundur: 4.3.2019, 00:00
  • Staða: á tilboðstíma
  • Fyrirspurnarfrestur:23.2.2019
  • Svarfrestur: 26.2.2019
  • Samið við: