Útboð

20861 - Togararall 2019

Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar kt: 470616-0830, hér eftir einnig nefnd verkkaupi, óska eftir tilboðum í leigu á togara til verkefnisins „Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum – Togararall 2019".  Um er að ræða leigu á togara með áhöfn í allt að 22 sólarhringa til að stunda togveiðar í rannsóknaskyni. Að þessu sinni er óskað eftir leigu á einum togara  á NA-svæði Áskilinn er réttur til að taka hagstæðasta tilboði eða hafna öllum tilboðum ef málefnalegar ástæður gefa tilefni til. Verkefnið felst í togveiðum á fiski til rannsókna og gagnaöflunar við mat á stofnstærð botnfiska á Íslandsmiðum. Í verkefninu eru niðurstöður bornar saman við niðurstöður fyrri ára, og því er nauðsynlegt að veiðarfæri og veiðiaðferðir séu staðlaðar.


Titill

  • Opnunarfundur: 19.12.2018, 10:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:10.12.2018
  • Svarfrestur: 13.12.2018
  • Samið við: Rammi hf.