Útboð

20820 - Heilsugæslustöðin Reyðarfirði - Viðbygging

ATH 12.10.2018 Nýjar fyrirspurnir og svör hér að neðan:

 

 


Opnunarfundi frestað til 17.10.2018 kl 11:00

 

 

 

 

 

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. velferðarráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við að byggja viðbyggingu við núverandi Heilsugæslustöð á Reyðarfirði að Búðareyri 8 á Reyðarfirði. Heilsugæslustöðin er hluti  Heilbrigðisstofnunar Austurlands.  Viðbyggingin er  276 m2 timburhús á steyptum sökkli.     

 

Viðbyggingin samanstendur af tengibyggingu, aðalbyggingu og yfirbyggðri aðkomu sjúkrabíla.  Í tengibyggingu er nýr inngangur, biðstofa og móttaka, í aðalbyggingu er bætt aðstaða heilsugæslu og skrifstofa og við enda hússins er yfirbyggð aðkoma sjúkrabíla og sorpgeymsla. Veggir eru klæddir utan með sléttum trefjaplötum, gluggar og hurðir úr timbri með framhlið úr áli. Þak borið uppi af kraftsperrum og láréttum ásum, klætt með bárustáli. Innveggir úr blikkstoðum klæddum gifsi,  loft gifsklætt og dúkur og flísar á gólfum. 

Helstu magntölur eru:

Mótafletir (Sökkulmót)

 130 m²

Steinsteypa

75 m³

Þakflötur

310 m²

Klæðning útveggja

126 m²

Klæðning og léttir innveggir

215 m²

Loftaklæðningar

220 m²

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019.

 

Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is  Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Titill

  • Opnunarfundur: 17.10.2018, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:9.10.2018
  • Svarfrestur: 12.10.2018
  • Samið við: Launafl ehf.