Útboð

20778 - Bygging nr. 179. Viðbygging og endurbætur

12.06.2018 - ATHUGIÐ! Birt hefur verið nýtt tilboðshefti.

Bygging nr. 179 á Keflavíkurflugvelli. Viðbygging og endurbætur.
ÚTBOÐ NR. 20778

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands, óskar eftir tilboðum í  framkvæmdir við byggingu nr. 179 á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýja viðbyggingu og endurbætur á núverandi húsnæði þar sem starfrækt er mötuneyti, fyrirlestrasalur og tölvuver Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli. Byggingin er um 900 m² að stærð á einni hæð. Byggingin er skammt fyrir vestan byggingar 617 og 618 sbr. yfirlitsmynd. Fara þarf inn um vaktað hlið (Hlið1 á yfirlitsmynd)  til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Vettvangsskoðun verður haldin 5. júní 2018, kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Nánari upplýsingar verða birtar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 29. mars 2019.

Útboðsgögn verða aðgengilega á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með mánudeginum 4. Júní 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 19. júní 2018, kl. 13:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS


Titill

  • Opnunarfundur: 19.6.2018, 13:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:12.6.2018
  • Svarfrestur: 15.6.2018
  • Samið við: _ekki samið við neinn