Útboð

20741 - Salernishús við Jökulsárlón

23.04.2018 - ATH nýr viðauki hefur verið birtur hér að neðan með fyrirspurnum og svörum.

Ríkiskaup, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, óska eftir tilboðum í bráðabirgðalausn vegna salerna við Jökulsárlón samkvæmt kröfulýsingu í útboðsgögnum. Um er að ræða „salernishús“ eða gámasamstæðu sem komið yrði fyrir við Jökulsárlón. Ástæða þess að farið er í hraðútboð, sbr. 4. mgr. 58. gr. laga um opinber innkaup, er sú að fjárveiting til kaupanna barst fyrir nokkrum vikum. Salernisaðstaða við Jökulsárlón er óviðunandi og þarf að bregðast við því með skjótum hætti.


Titill

  • Opnunarfundur: 27.4.2018, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:20.4.2018
  • Svarfrestur: 23.4.2018
  • Samið við: Húsasmiðjan ehf.