Útboð

20686 - Ræsting fyrir Landspítala, Hringbraut (Aðalbygging), Barnaspítali og Kvennadeild, og Augndeild

Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala (LSH, kt: 500300-2130), stendur fyrir þjónustuútboði vegna ræstinga í samræmi við staðalana: INSTA 800 og DS 2451-10, og hreingerningu á húsnæði Landspítala við Hringbraut (aðalbygging), Barnaspítala Hringsins og Kvennadeild (Barna og Kvenna)  ásamt Augndeild við Þorfinnsgötu. Nettó stærð húsanna sem á að ræsta er í heildina ca. 37.347 m2

Hringbraut, aðalbygging er að flatarmáli samtals um 23.813 m2, Barna og Kvenna er að flatarmáli samtals 12.440 m2 og Augndeild er að flatarmáli 1.096 m2, sjá nánar um stærðir í kafla 5.1.1 Húsnæðið.

Verkkaupi leggur mikla áherslu á gæði ræstinga þar sem umönnun sjúklinga á sér stað og þau svæði þar sem þeir eru meðhöndlaðir, bæði á það við um daglega ræstingu þar sem smitgátar er gætt og í sótthreinsiþrifum (lokaþrifum).

Skoðanir (Inspections) á gæðum ræstinga verktaka verða framkvæmdar í samræmi við ofangreinda staðla.

Starfsemi er allan sólarhringinn, alla daga ársins á Hringbraut aðalbyggingu og í Barna og Kvenna byggingum, en einungis virka daga á Augndeildinni. Vinnutími verktaka skal vera frá kl. 800 til kl. 1700  7 daga vikunnar, þar sem sólarhringsopnun er eða samkvæmt tímasetningum í tíðnitöflum.

Stefnt er að undirritun samnings vegna útboðs þessa innan mánaðar frá opnun tilboða og að vinna samkvæmt samningi hefjist 01.04.2018.


Titill

  • Opnunarfundur: 23.1.2018, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:14.1.2018
  • Svarfrestur: 17.1.2018
  • Samið við: ISS Ísland ehf.