Útboð

20661 - RS 14.23 Rekstrarráðgjöf

Ríkiskaup, fyrir hönd aðila að rammasamningum ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir útboði vegna kaupa á rekstrarráðgjöf. Heimilt er að bjóða í einstaka flokka útboðsins.

Leitað er tilboða í eftirfarandi flokka ráðgjafarþjónustu:

  1. Stjórnun og stefnumótun.
  2. Rekstrarráðgjöf um aðferðir, ferla, breytingar og uppbyggingu.
  3. Ráðgjöf um mannauðsmál og ráðningar.
  4. Viðskipta- og stjórnunarráðgjöf.
  5. Fjármálaráðgjöf.

Markmið útboðsins er að veita aðilum að rammasamningi fjölbreytt úrval af ráðgjafaþjónustu, að uppfylltum kröfum um gæði og verð. Leitað er eftir því að bjóðendur bjóði fjölbreytt úrval af ráðgjöf innan hvers flokks.


Titill

  • Opnunarfundur: 27.9.2018, 10:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:18.9.2018
  • Svarfrestur: 21.9.2018
  • Samið við: Analytica ehf CEO HUXUN ehf Crayon Iceland ehf. Deloitte ehf. Enor ehf. Ernst & Young ehf FMC ehf. Intellecta ehf KPMG ehf. Inventus ehf. Strategía ehf.