Útboð

20660 - RS Öryggisþjónusta

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir þessu útboði vegna kaupa á öryggisþjónustu þ.e. öryggisgæslu eða óháðri öryggisráðgjöf. 

Leitað er tilboða í eftirfarandi  þjónustuflokka sem ætlað er að ná yfir flestar algengustu tegundir þjónustu þessa málaflokks:

1.  Mönnuð öryggisgæsla

2.  Fjargæsla

3.  Flutningur verðmæta

Markmið útboðsins er að veita áskrifendum í rammasamningi sem fjölbreyttast úrval af öryggisþjónustu sem er í höndum fagfólks og uppfylla um leið kröfur um góð gæði og ásættanleg verð. Útboð þetta tekur ekki til tækja og búnaðar sem tengist öryggisþjónustu.


Titill

  • Opnunarfundur: 14.6.2018, 11:00
  • Staða: lokið
  • Fyrirspurnarfrestur:5.6.2018
  • Svarfrestur: 8.6.2018
  • Samið við: Securitas hf Öryggismiðstöð Íslands hf