Útboð

20658 - RS UT Miðlægur tölvubúnaður - Netþjónar

Netþjónar - endurútboð v a-hluta 20348

Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum ríkisins á samningstíma, óska eftir tilboðum í  UT netþjóna eins og lýst er hér að neðan. Nánari lýsing um kaup samkvæmt rammasamningi er í kafla 6.3.

Undir flokkinn netþjónar fellur allur tölvubúnaður sem er hannaður og markaðssettur af framleiðanda sínum sem netþjónn ásamt öllum íhlutum og leyfum sem þarf fyrir fulla virkni netþjónsins.

Skipting flokksins í undirflokka er eftirfarandi:

  1. Einfaldir viðfangsþjónar
  2. Einfaldir gagnasafnsþjónar
  3. Stórir viðfangsþjónar
  4. Stórir gagnasafnsþjónar
  5. Íhlutir í netþjóna af öllum gerðum

Í framhaldi af útboði þessu verður gerður skriflegur rammasamningur við seljendur. Rammasamningar eru flokkaðir í RK flokka og fær hver samningur ákveðið númer sem verða auðkenni hans.

Allar stofnanir og fyrirtæki í meirihluta eigu ríkisins á hverjum tíma eru aðilar að rammasamningum ríkisins og má sjá lista yfir þá á heimasíðu Ríkiskaupa. Sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar geta sótt um aðild að rammasamningum og er nöfn þeirra að finna á lista yfir aðila að rammasamningum á vef Ríkiskaupa.

Ekki er ljóst hvaða magn verður keypt á grundvelli útboðs þessa, þar sem rammasamningar eru gerðir um tiltekna vöru- eða þjónustuflokka í tiltekinn tíma, án þess að magntölur séu þekktar. Einstök kaup fara fram eftir að rammasamningur er kominn á.

Umfang kaupanna er háð því hvernig kaupendahópurinn er samsettur á hverjum tíma.  Velta samnings er áætluð um 200 milljónir á ári með vsk.

Samið verður við allt að fjóra birgja um þessi viðskipti ef nægilega margir uppfylla skilmála útboðsins.  Ekki verður samið við fjórða aðila ef sá fjórði er með 15% lægri  einkunn en sá þriðji.


Titill

  • Opnunarfundur: 15.12.2017, 14:00
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:8.12.2017
  • Svarfrestur: 11.12.2017
  • Samið við: Origo ehf. Opin kerfi ehf Sensa ehf. TRS ehf.