Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala (LSH, kt: 500300-2130), stendur fyrir þjónustuútboði vegna ræstinga í samræmi við staðlana: INSTA 800 og DS 2451-10, og hreingerningu á húsnæði Landspítala í þremur húsum, þ.e. Geðdeild, BUGL og Kleppi. Nettó stærð húsanna sem á að ræsta er í heildina ca. 16.500 m2
Geðdeildin er að flatarmáli samtals um 6.575 m2, og er staðsett á lóð LSH við Hringbraut, á geðdeildinni er ræsting 7 daga vikunnar á sjúkradeildunum en að hluta til 5 daga ræsting.
BUGL er að flatarmáli samtals um 2.715 m2, og staðsett við Dalbraut 12. Framkvæmdir standa yfir á húsnæði BUGL og munu einungis 1.800 m2 verða ræstir fyrstu mánuðina.
Húsnæði LSH á Kleppi, er að flatarmáli um 7.232 m2, sem samanstendur af Kleppi og nokkrum húsum á lóðinni.
Útboðsgögn verða gerð aðgengileg þriðjudaginn 17. október á vefsvæði útboðsins.