Útboð

20643 - RS - Hreinlætistæki og pípulagnaefni


Ríkiskaup, kt. 660169-4749, fyrir hönd áskrifenda að rammasamningum ríkisins á hverjum tíma, standa að þessum rammasamningi um kaup á hreinlætistækjum og pípulagnaefni. Markmið útboðsins er að veita áskrifendum möguleika á kaupum á hreinlætistækjum og pípulagnaefni á hagstæðu verði, að uppfylltum lágmarkskröfum og hæfi bjóðanda.

Rammasamningurinn nær til kaupa á hreinlætistækjum og pípulagnaefni. Nær rammasamningur þessi yfir eftirfarandi vörur: Blöndunartæki og fylgihlutir, salerni og handlaugar, stálvaskar, baðker og sturtuklefar, sturtubotnar og aðrar sambærilegar vörur. Plastfittings, Kopartengi, síur, lokar og niðurföll, frárennslislagnir, ofnar og vatnsrör, dælur og hitakerfi og aðrar sambærilegar vörur.

Samhliða rammasamningsútboði þessu mun Ríkiskaup gera rammasamning þar sem boðin verða út einstök vörukaup á hreinlætistækjum og pípulagnaefni [undir 200.000 kr.].Með einstökum vörukaupum er átt við samanlögð vörukaup innan hvers almanaksmánaðar. Nær rammasamningur þessi eingöngu til kaupa á hreinlætistækjum og pípulagnaefni þar sem einstök vörukaup eru [ yfir 200.000 kr.]

Einstök innkaup á hreinlætistækjum og pípulagnaefni sem eru [undir 200.000 kr.] falla því ekki undir rammasamning þennan. 


Titill

  • Opnunarfundur: 9.11.2017, 13:30
  • Staða: lokið / samningur
  • Fyrirspurnarfrestur:31.10.2017
  • Svarfrestur: 3.11.2017
  • Samið við: BAUHAUS slhf. Byko ehf. Húsasmiðjan ehf. Múrbúðin ehf. Ísleifur Jónsson ehf. Tengi ehf